Morgunn - 01.06.1985, Side 27
þáttum hins jarðneska lífs, þó án hinna efnislegu þátta
þess. Þegar maðurinn er þangað kominn hafa tilfinningar
hans öðlast aukna fágun og eru hugform hans þar af leið-
andi tærari, og á þessu sviði er ekkert efni sem getur
veitt grófum löngunum og illum hugsunum tíðnissvörun,
Geðheimurinn hefur verið nefndur „hinn hindrunarlausi
heimur“, þar sem efni hans hefur svo mikla svörun að
það eitt að hugsa um hlut er sama og að byggja hann þó
svo hann geti leystst upp um leið og hugsuninni er sleppt,
Er fram líða stundir leysist geðlíkaminn einnig upp,
Hinir framliðnu fjai'lægjast æ meir bönd þau er jarðnesk,
reynsla hefur varpað á þá. Hver göfug tilfinning hefur lagt
til efni það er hinn raunverulegi maður er byggður upp
af, en hinar grófari hafa leystst upp. Þegar dvölinni á geð-
ræna sviðinu er lokið skynjar maðui’inn aukna frelsistil-
finningu, jafnvel meiri en þegar hann losnaði undan viðj-
um jarðneska líkamans. Þessu hefur verið líkt við að öðlast
inngöngu í himnaríki sem lýst er í mörgum trúarbrögðum,
Hið sérstaka einkenni þessa himnaríkis sem nefnt hefur
verið „Devakan“, eða „heimur guðanna“, og er á fjórum
neðstu stigum hugræna sviðsins er sagt vera mögnuð and-
leg sæla. Þetta er heimur þar sem svörun langana manns-
ins takmarkast einungis af getu hans til þess að girnast.
Þetta er vitundarástand þar sem orkustreymi hefur verið
fært upp á mun hærra tíðnissvið og kallar á nýja tegund
skynjunar. Maðurinn er löngu búinn að skiija við þörfina
a neyrn, sjon og tilfinningu með jarðneskum skynfærum
og ennfremur hina auknu getu sem geðræna sviðið veitir
honum. Þess í stað finnur hann með sér getu til að skilja
til fullnustu allar aðstæður í heild sinni og frá öllum sjón-
arhornum. Að hugsa um stað er að vera staddur á honum.
Misskilningur er óhugsandi. Maðurinn er staddur í ver-
öid síbreytilegs ljóss, og lita og tóna í ólýsanlegu hamingju-
ástandi og er fær um að koma í framkvæmd sínum æðst.u
hugarefnum.
Það er í þessu vitundarástandi sem maðurinn samlagar
Morgunn 25