Morgunn - 01.06.1985, Side 35
5. kafli.
KARMA: LÖGMÁL ORSAKA
OG AFLEIÐINGA
Karma er hið óhvikula lögmál sem Jesús getur um með
orðum sínum í fjallræðunni: „Því að með þeim dómi sem
þér dæmið munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem
þér mælið mun yður mælt verða“. (Matteus 7:2).
Á sviði líffræði er það náttúrulögmál að óþægindi séu
afleiðing rangra athafna, athafna sem leiða af sér skaða
gagnvart einstaklingnum eða gagnvart stofninum. En at-
hafnir sem leiða til, eða stuðla að auknum þroska og vexti
eru skynjaðar sem ánægjulegar. 1 hvert skipti sem svo
vill til að einstakt dýr laðist að eitthverju sem í raun skað-
ar það, reiðir því ekki eins vel af, og líkurnar á að það
geti af sér afkvæmi verða minni en hjá keppinaut sem lað-
ast einungis að eitthverju sem stuðlar að betri afkomu og
auknum vexti. 1 gegnum aldirnar söfnuðust áhrif slíkt vals
fyrir hjá hverri tegund í þróunarkeðjunni. Þar af leiðandi
hefur hver tegund sem nú er á lífi meðfædda hneigð í átt til
þess sem hún telur ánægjulegt, eða athafna sem eru henni
til góðs, og til að hafna þeim sem gætu skaðað hana.
Þeir eru fáir sem ekki skynja að þetta á einnig við um
mannkynið, og að „réttar“ athafnir leiða af sér ánægju
fyrir viðkomandi. En mannlegt líf og samskipti eru svo
margflókin að afleiðing athafnar er ekki ávallt nátengd
henni í tíma. Hið sama á við um mannkynið sem og aðrar
tegundir á jörðinni, en þegar mannkynið á í hlut eru af-
leiðingar athafnar látnar dragast svo á langinn að erfitt
er að sjá samhengið. Þar af leiðandi er mikil þörf fyrir
heimspekilega kenningu sem vekur með okkur trú á rétt-
íátt lögmál sem nær yfir mannleg samskipti og mannleg-
ar athafnir. Við þörfnumst sterkrar sannfæringar um að
i'angar athafnir geti aldrei verið okkur til góðs þegar til
lengri tíma er litið, og ef við leggjum okkur fram við að
Morgunn
33