Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Page 43

Morgunn - 01.06.1985, Page 43
7. kafli. HVlTA BRÆÐRALAGIÐ Meistarahugtakið virðist mjög framandi í augum fólks sem einungis hefur kynnst kristnum eða efnislegum kenn- ingum. En vitneskjan um þá var almenn á fyrri menning- arskeiðum og hægt er að sýna fram á að hún er í samræmi við vísindalegar kenningar um framþróun. Sagt er að í upphafi hafi leiðtogar helgivaldsins á jörð- inni verið háþróaðar verur sem lokið höfðu þróun sinni á eitthverjum öðrum hnetti en komu til jarðarinnar til að leiða og leiðbeina mannkyninu i upphafi þess. Seinna er mannverur af jörðinni voru orðnar færar um að sinna verkefnum þeirra drógu þessar verur sig til baka og hurfu til síns heima. Frá þeim tíma hefur helgivald jarðarinn- ai’ verið skipað jarðneskum verum að öllu leyti. Það er erfitt að sanna tilvist meistaranna, manna sem eru fullkomnaðir að því er mannlega þróun varðar. Eng- inn einstaklingur sem orðið hefur fyrir einhverri persónu- legri reynslu sem nægt hefur til að sannfæra hann um tilvist þeirra getur gefið öðrum af reynslu sinni eða sann- færingu. En ef hinn siðmenntaði maður hefur þróast frá því að vera manndýr er þá ekki rökrétt að ætla að til geti verið hærri þróun ofar þeirri sem almennt er þekkt nú á dögum? Og þar eð við vitum að mismunandi fólk lærir og þroskast mishratt er þá ekki mögulegt að þeir sem voru þroskaðastir og vitrastir á meðal manna á fyrri tímum hefðu getað náð svo miklu forskoti á hinn venjulega mann að andlegur þroski þeirra kunni að vera kominn á stig sem er langt utan við mannlegan skilning. Meistararnir eru menn sem ákváðu hver fyrir sig eitt- hvern tíma í f jarlægri fortíð að þeir ætluðu að fylgja hinum bratta stíg dulspekinnar og ná eins miklum framförum °g mögulegt væri á sem skemmstum tíma, langtum hrað- ar en hinn venjulegi maður, með það fyrir augum að ná Mokgunn 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.