Morgunn - 01.06.1985, Page 45
muna“ er stjórnað af Mahachohan. Starf hans felst í því
að hlúa að og efla tengslin á milli anda og efnis, lífs og
forms, sjálfsins og ekki sjálfsins, og þess sem elur af sér
menningu. I hans höndum er stjórnun náttúruafla og frá
honum streymir að mestu leyti uppspretta þess er við nefn-
um raforka. Yfir þessu öllu ræður og stjórnar allri þróun,
drottinn jarðarinnar Sanat Kumara, sá er birti vilja
Plánetulógosarins á jörðinni.
Fjöldi háþróaðra vera hafa í gegnum tíðina lagt jarðar-
þróuninni til lið sitt. Fyrir tilstilli orku þeirrar er streymt
hefur um þá og fyrir visku þá og reynslu er þeir hafa haft
til að bera hafa þeir örvað þróun lífs á jörðinni og flýtt
ætlunarverki Plánetulógosarins nær takmarki sínu. Síðan
hafa þeir haldið áfram göngu sinni, en sæti þeirra verið
skipuð af þeim bræðrum helgivaldsins er reiðubúnir voru
til að takast á hendur sérstaka þjálfun og aukinn vitundar-
þroska. Sæti þessara fuilnuma og meistara voru síðan
skipuö vígsluhöfum og á þann hátt hefur ávallt verið fyrir
hendi tækifæri fyrir nema og háþroskað fólk að skipa sæti
innan raða helgivaldsins.
H.P.B. lét nemendum sínum eitt sinn í té stutta grein er
lýsti nokkrum þeirra eiginleika er menn þurfa að tileinka
sér er þeir ganga ,,veginn“ til þróunar ofar hinu venjulega
mannkyni. „Hreint iíferni, víðsýni, hreint hjarta, ákafa
löngun til aukins vitsmunaþroska, óbyrgða andlega skynj-
Un, bróðurlegt viðhoi’f til alls, vilja til að meðtaka ráð-
leggingar og leiðbeiningar jafnt sem gefa þær öðrum, þol-
gæði gegn mótlæti, sterka sannfæringu, að vera tilbúinn
til varnar þeim er óréttilega eru ofsóttir og að hafa vak-
andi augu með hugsjóninni um framþróun og fullkomnun
hiannsins, eins og lýst er í hinum andlegu fræðum. —
Þetta er hinn gullni stígur er liggur að þrepum þeim er
nemandinn getur klifið að musteri hinar guðlegu visku“.
Mokgunn
43