Morgunn - 01.06.1985, Side 46
LOFTUR REIMAR GISSURARSON:
Rannsókn
Próf. Guðmundar Hannessonar
á miðilsfundi með
Indriða Indriðasyni
Indriði Indriðason (f. 12. 10. 1883 : d. 31. 8. 1912) var
vestan af Skarðsströnd frá Hvoli í Dalasýslu. Hann mun
vera einn öflugasti og fjölhæfasti miðill sem uppi hefur
verið og taldist bæði efnismiðill og hugmiðill. Efnisfyrir-
brigðin komu fyrst fram hjá Indriða í ársbyrjun 1905.
Þau gerðust fram á sumar árið 1909, en þá veiktist Indriði
af taugaveiki og skömmu síðar af berklum sem drógu
hann til dauða.
Indriði er fyrsti íslenski miðillinn sem vitað er um. Til-
raunafélagið svokallaða var stofnað í október 1904, en
félagsmenn þess þjálfuðu miðilhæfileika Indriða og gerðu
síðan á honum ítariega rannsókn. Hin margvíslegu fyrir-
brigði Indriða, sem gerðust oft við góða lýsingu, voru mið-
ilstrans, hreyfingar á hlutum, lyftingar og svif húsmuna,
lyftingar á miðlinum sjálfum, högg á veggjum og smellir
í lofti, ilm-, ljós- og líkamningafyrirbrigði, leikur hljóð-
færa án þess að komið væri við þau, flutningur efnis í gegn
um efni og raddir utan miðilsins. Indriði skrifaði einnig
ósjálfrátt, kom með sannanir fyrir endurminningum lát-
inna, skriffæri rituðu í návist hans án þess að komið væri
við þau og vinstri handleggur miðilsins aflíkamnaðist þrisv-
ar sinnum.
Höfuðspurningin er hvort að fyrirbrigðin hafi verið
44
MORGUNN