Morgunn - 01.06.1985, Side 52
(41) Að lokum heyrðust högg nokkrum sinnum á miðj-
um vegg stofunnar. Við þau mátti tala segir GH (senni-
lega átt við það þegar viðstaddir spyrja „andana“ spurn-
inga sem svara svo með ákveðnum fjölda högga, t. d. eitt
fyrir „já,“ tvö fyrir „nei“ og þrjú fyrir „veit ekki“).
(42) Aðrar raddir heyrðust einnig á þessum fundi, m. a.
„norski læknirinn" sem sagði: ,god passiv stemning," og
kvenmannsrödd sem nefndi „endurminningasönnun."
Þegar Indriði vaknaði eftir fundinn var húsið athugað
en ekkert reyndist grunsamlegt. Saumurinn á bandinu um
Indriða var óraskaður. Skemmd eða rispa var á veggnum
eftir stól Indriða sem benti til þess að hann hafði lyftst
a. m. k. 35 cm frá gólfi. Á þessum fundi, eins og öðrum,
var gæslumaðurinn spurður hvað eftir annað um stelling-
ar þeirra Indriða.
Hér hefur verið greint frá nokkrum aðferðum sem Guð-
mundur Hannesson notaði til að athuga fyrirbrigði Indriða
Indriðasonar. öllum frumheimildum ber saman um að
ekki hafi verið hægt að útskýra fyrirbrigði Indriða með
svikum. Guðmundur Hannesson dró þá ályktun að mestur
hluti fyrirbrigðanna hafi verið þannig, að sjálfur miðill-
inn átti þess engan kost að koma brögðum við (1).
HEIMILDIR:
(1) Guðmundur Hnnesson. Bréf frá Guðmundi Haimessyni: I Svarta-
skóla. Sjö framhaldsgreinar í Norðurlandi, 1910, 21. des., bls. 207—209;
1911, 21. jan., 9—10, 28. jan., 15—16, 31. jan., 17—18; 1911, 4. febr.,
23—24 11. febr., 26—27; 1911, 18. mars, 46—47. Endurprentað í Morgni,
32, 1951, 20—46, 143—163. Og í Satt, 1—2, 1973, 9—14; 3. 1973, 43-^6,
71; 4, 1973, 79—82, 102—104; 5, 1973, 115—116, 139.
(2) Guðmundur Hannesson. Uppkast ritað ó fundum hjá Indriða Indriða-
syni. I handriti frá 1908—9, 12. des. til 15. febr., bls. 1—12.
50
morgunn