Morgunn - 01.06.1985, Side 57
ingarnar á öllum öldum fullar af frásögnum um þetta, og er
þar hvað ríkulegast greint frá um slíkt í Biblíu vor kristinna
manna, bæði hinu gamla testamenti og hinu nýja, þó þar sé
sumt hulið í leyndardómsfullu táknmáli, sem vart skilst.
Þótt slíkt sem þetta sé oss óbrotnum, daglegum mönnum
dulið, hafa samt komið fram á seinni tímum stórbrotnar
opinberanir frá æðri tilverustigum, sem hafa lokið upp
mörgu af hinu leynda í ritningunum, sem áður varð ekki
skilið. Þá hafa og komið fram bæði að þessum leiðum og
fyrir milligöngu skrifmiðla lýsingar á lífinu handan grafar
með mjög svo ljósum og skiljanlegum hætti. — Þá koma
og fram í þessum frásögnum með djúpstæðum hætti heim-
spekileg og trúarleg viðhorf lífsins, um eðli þess, uppruna
og lögmál, svo og lögmál allrar sköpunar; og Guðdóminn.
Þá og til hvers þessi sköpun í raun stefni; upphaf hennar
og markmið Guðs með henni.
Þótt líf Jesú Krists og það sem því er tengt, og opin-
beranir, sem á eftir komu honum tengdar, hafi leitt til
skýringa, sem bera af öllu sem á undan var gengið, þá
má lesa frásagnir og greina svipmyndir frá ýmsum tím-
um sem sögur ná til og frá ýmsum löndum, þar sem ekk-
ert samband er á milli, sem eru svo sláandi líkar og ber
svo undarlega saman, að hver sem hefir hina andlegu sýn
og skyggni hins andlega innsæis, — er nefna má og er
réttnefnt trú, — getur ekki annað en skynjað sannleiks-
blæinn, sem þessar frásagnir anda til hans í gegnum hið
ritaða orð frásagnanna. — Og eðli þeirra og inntak er
yfirleitt slíkt, að þær hljóta að veita hverjum hugsandi
manni áþreifanlega leiðsögn á lífsgöngu hans hér á jörð
um það, hvað séu meginatriðin svo að ávinna megi sér
sálubót, til að tryggja þroska sinn á þeirri eilífðarbraut,
er stefnir til sameiningar sálarinnar við hinn æðsta veru-
leika, — eða eins og segir í Orðskviðum Salómons: „Laun
réttlátra eru Drottinn".
Þessi inngangsorð, sem nú hafa verið sögð, hljóta að
geta af sér spurningar, enda í raun vakið þær upp. Því
MORGUNN
55