Morgunn - 01.06.1985, Síða 60
ytri maður, sem kallast líkami, er skapaður til nota í hinum
náttúrlega heimi; honum er varpað burt þegar maðurinn
deyr; en hinn innri maður, sem nefnist andinn, er gerður
til nota í hinum andlega heimi; hann deyr ekki. (224).
Eftir dauða hkamans birtist andi mannsins í hinum andlega
heimi í mannlegri mynd, algjörlega eins og í hinum andlega
úrlega heimi . . . sér, heyrir, talar og finnur til, hugsai',
vill og framkvæmir . . . Hann er ekki búinn hinum grófa
líkama ... Það gervi skilur hann eftir, þegar hann deyr.
(225).
1 Heilagri Ritningu er kennt, að maðurinn lifi eftir dauð-
ann, svo sem t. d. ,,að Guð sé ekki Guð hinna dauðu, heldur
Guð hinna lifandi; Matt. 22:31 — að Lasarus hafi eftir
dauðann verið borinn til himna . . . ; Lúk. 15:22 — að
Abraham, ísak og Jakob séu á himnum; Matt. 8:11 og
22:31—32, Lúk. 20:37—38 — ennfremur eru orð Jesú mælt
til ræningjans: „1 dag skalt þú vera með mér í paradís."
Lúk. 23:43.
I bókinni „Sýnir við dánarbeð" eftir sir William F. Barr-
ett, er greint frá skv. efnisskrá: 1) Deyjandi menn sjá svipi
manna, sem þeir vissu ekki að væru látnir, 2) Deyjandi
menn sjá svipi fólks, sem þeir vissu að var dáið, og aðrir
viðstaddir sjá sýnirnar samtímis, 3) Deyjandi menn sjá
lifandi menn, sem eru langt burtu, 4) Deyjandi menn birt-
ast vinum, sem eru í f jarlægð, 5) Deyjandi menn eða þeir,
sem eru við dánarbeðin eru, heyra hljómlist, 6) Andi
deyjandi manns sést yfirgefa líkamann.
Er öil bókin samantekt á sögnum, sem eru flestar marg-
staðfestar, til sönnunar á þessum atriðum, en sir William
F. Barrett var prófessor í eðlisfræði við konunglega vís-
indaháskólann í Dublin í 37 ár og hlaut mikinn frama fyrir
vísindastörf sín. Þessi bók var hans síðasta verk áður en
hann lést 1926 og var ekki að fullu lokið. Hann var var-
færinn og nákvæmur vísindamaður, en eftir sinn langa
rannsóknarferil um sálvísindi, var hann svo sannfærður
58
morgijnn