Morgunn - 01.06.1985, Page 65
verið leyft að kynnast því af beinni reynslu hvernig þessi
aðskilnaður og endurvakning fer fram, — til þess að ég
gæti fengið fulla vitneskju um hvernig það á sér stað.
Ég var látinn falla í fullkomið öngvit að því er allt
líkamsskyn áhrærir, nánast i dánarástand, en innra skyn-
hæfi lífs og hugsunar minnar var óbreytt, svo ég gat skynj-
að og lagt á minnið þá hluti sem fyrir mig báru, og sem
þeir ganga í gegnum, sem endurvaktir eru frá dauðanum.
Ég skynjaði að öndun líkamans væri næstum hætt; en
innri öndun anda míns hélt áfram, og henni samtengd afar
veik og þögul öndunarhreyfing hjá líkamanum. Þá var
komið til leiðar samtengingu hjartsláttarins við hið
himneska ríki (æðsta himnasvið), því það ríki samsvar-
ar hjarta mannsins. Englar þessa ríkis urðu sýnilegir, sum-
ir í fjarlægð, og tveir settust rétt við höfðalag mitt, — með
þeim afleiðingum að allar eigin hneigðir mínar voru numd-
ar á brott, þótt hugsun og skynjun héldi áfram. I þessu
ástandi var ég í nokkrar klukkustundir, en þá hurfu þeir
andar á brott, sem verið höfðu með mér (fylgiandar manns-
ins), þar eð þeir álitu mig dauðan; og ég skynjaði angan af
ylmsmyrslum, því þegar himneskir engslar eru í nánd
skynjast allt varðandi lífið eins og ylmsmyrslangan, og
bá geta andar ekki nálgast. Og með þeim hætti er illum
öndum haldið bui-t frá anda manns þegar verið er að leiða
hann inn í hið eilífa líf. Englarnir við höfðalag mitt voru
þöglir, en deildu einungis hugsunum sínum með mínum;
og þegar hugsanir þeirra meðtakast, þá vita englarnir að
ástand anda mannsins leyfir að nema megi hann burt úr
líkamanum. Þessari sammiðlan hugsunar þeirra átti sér
stað með því að þeir horfðu í andlit mér, en þannig á sam-
deiling hugsunar sér stað á himnum. — Þar sem ég áfram
hélt hugsun og skynjun, svo mér mætti verða ljóst hvern-
ig endurvakningin fer fram, þá skynjaði ég að englarnir
foyndu að ganga úr skugga um hverjar væru mínar hugs-
anir, hvort þær líktust þeirra, sem eru að deyja og venju-
legast snerta eilífa lífið; svo og að þeir leituðust við að
Morgunn
63