Morgunn - 01.06.1985, Page 73
framhald þessa þannig: „(Þar) getur að líta samskonar
hluti eins og í hinni náttúrulegu veröld. . . . Og þetta er
svo likt að í hinu ytra verður einskis mismunar vart.
Af því, sem fram kemur af þessum lestri má draga marg-
ar ályktanir. Merkilegust er sú staðfesting sem trúin á að
geta eignast af fræðslu sem þessari. Auk þess er siðaboð-
skapurinn og hinar heimspekilegu hliðar þessa máls ekki
síður mikilvæg. Hið fyrra segir hvers þarf til að tryggja
sálarheill í eilífðinni, hið síðara, sem minna hefir verið
drepið á, segir til um upphaf og endi og þar með tilgang
alls. — Um þýðingu þessa nægir að nefna em dæmi, að
Einar Jónsson, myndhöggvari, einn dýpsti og mikilhæfasti
listaandi þessarar þjóðar, segir í ævisögu sinni, „Minningar
og skoðanir", að hann hafi snemma á listþróunarbraut
sinni nánast verið búinn að missa trúna á lífið og tilgang
þess, fundist allt innantómt, og listsköpun sín fálm út í blá-
inn í tilgangsleysi. Þá hafi hann af tilviljun gripið bókar-
korn er hann lagðist örþreyttur til hvíldar að kveldi. Sú
lesning hafi orðið afdrifarík, og hafi hann lesið lengi nætur,
„en i mörg ár hafi ég ekki lagt mig til slíkrar hvíldar sem
þessa nótt, með nýrri ódáinsvon. Ef til vill var einhverja
meiningu að finna. Ef til vill var það þessi litla næturvaka,
er varð til þess að straumhvörf urðu í lífi mínu.“ Bók þessi
hafði ég fengið að láni fyrir löngu og ekki nennt að lesa
fyrr. Hún var eftir Emanuel Swedenborg, segir Einar. —
Þetta nægði e. t. v. til að breyta lífsstefnu mikilmennis-
ins, sem gaf þjóðinni og ég vil segja heiminum svo mörg
ódauðleg listaverk, innblásin af innsæi og iotningu fyrir
lífsundrinu og höfundi þess, — enda hann djúptrúaður
maður.
Og vísindi nútímans hafa smámsaman komist að hinu
sanna. — Höfundum bókanna „Hinn dularfulli alheimur“,
sir James Jean, stjörnufræðingi, og „Lífs í alheimi“, Kenn-
eth W. Gatland, vei'kfræðingi og geimvisindamanni, ber
saman um að alheimurinn verði aðeins skilinn sem ein
stói’bi’otin hugsun, og undii'staðan, oi’kan og ljósið, sem
Morgunn
71