Morgunn - 01.06.1985, Side 82
ANDREW ROWLEY:
SPIRITISMI:
Vísindi, heimspeki, trúarbrögð?
Nútíma spiritismi telst hafa hafið göngu sína fyrir
u. þ. b. eitt hundrað og fimmtíu árum þegar vitundarvera
birti sig hjá Fox fjölskyldunni í Hydesville U.S.A.
Hinar tvær Fox systur höfðu greinilega miðilshæfi-
leika sem gerði þessum framliðna manni kleift að sanna,
að hann hafði lifað dauðann. Frá þessari lítillátu byrjun
dreifðist spíritisminn, ekki aðeins um Bandaríkin (þar sem
hann eftir efnilega byrjun hefur síðan dvínað) heldur yfir
Atlashafið til Bretlands. Og eftir því sem áratugirnir liðu,
lýstu margar frægar persónur sig hlynnta spíritismanum.
Frægir vísindamenn, prestar, rithöfundar, blaðamenn,
aðalsmenn, lögfræðingar og dómarar, — allir rannsökuðu
þeir kenningar og fyrirbæri spíritismans í þeim tilgangi
að sanna eða afsanna þau.
Frá þessum fyrstu fyrirbærum sem svo mjög heilluðu
jafnt meðlimi hinnar hefðbundnu kirkju, trúleysingja, efn-
ishyggjumenn, hugsjónamenn sem gagnrýnendur, sem og
fleiri, mynduðu smám saman samtök um heimspeki lífs-
ins, sem var byggð á vísindalegum sönnuðum staðreynd-
an einstakan.
Svo hvað staðhæfir spíritisminn? Á hvaða staðreyndum
byggir hann þær staðhæfingar?
Spíritisminn er byggður á sönnunargögnum, að maður-
inn lifi líkamlegan dauða. Ekki staðhæfir hann aðeins að
allar verur haldi áfram að lifa á öðrum sviðum eftir efnis-
legan dauða, heldur býður hann upp á þau gögn sem þarf til
80
morgunn