Morgunn - 01.06.1985, Side 89
Hófust þá umræður um verkefni og samstarf sálar-
rannsóknafélagana. Guðmundur Einarsson, fyrrum forseti
S.R.F.f. hóf umræðuna og varpaði fram spurningunni:
„Hvers vegna sálarrannsóknir?“ Hér áður hefðu menn
sagt að sálarrannsóknir og spíritismi væru mál málanna.
Ljóst væri að rannsóknir og síðar skilningurinn sem vex
af meiri þekkingu í þessum efnum leiddi til meiri þroska
og lífsreynslu einstaklingsins.
Verkefni og samstarf sálarrannnsóknafélaganna
Guðmundur kvað stöðuga þekkingarleit nauðsynlega.
Spíritismi væri samleit manna að sannleikanum og stund-
aði ekki trúboð. Hann væri óháður trúarbrögðum og veitti
mönnum tækifæri til þess að leita sjálfir. Nú væru hin
efnislegu fyrirbæri hverfandi, og væri nú talið, að þau
hefðu þjónað tilgangi sínum. Nú væri okkur sagt að hand-
an, að megináherslan væri lögð á lækningar. Sjúkur mað-
ur, sem læknast, þyrfti ekki sönnun annarra fyrir því,
að hann hafi læknast.
Síðan lýsti hann tildrögum þess, að hann á páskum 1966
hefði hann komist í kynni við enska miðilinn Horace S.
Hambling og tildrögum þess, að hann kom til Islands i
fyrsta sinn í janúar 1967. En það olli þáttaskilum í starfi
Sálarrannsóknafélagi fslands. Upp frá því hafa huglækn-
ingar verið einn þýðingarmesti þátturinn í starfi félagsins.
Fékk sú starfsemi mikla viðurkenningu í könnun dr. Er-
lends Haraldssonar árið 1978, sem leiddi í ljós, að 41% ís-
lendinga höfðu leitað til huglækna og 91% þeirra töldu sig
hafa hlitið einhvern bata. (Bókin „Þessa heims og ann-
ars“).
Sálarrannsóknafélag íslands ætti að veita félögunum úti
á landi alla nauðsynlega aðstoð í þessum efnum.
Jón B. Kristinsson S.R.F.S. kvað helsta vandamálið vera,
að fólk virtist hafa takmarkaðan áhuga á fræðslufundum
heldur spyrði um miðla og aftur miðla. Því hefðu þeir
morgunn
87