Morgunn - 01.06.1985, Síða 90
farið inn á þá braut að fá hingað til lands á eigin vegum
erlenda miðla. Lagði hann til, að félögin hefðu um þetta
samstarf. Nú ættu þeir t. d. í vor von á skyggnilýsinga-
miðlinum A1 Kattanach, sem hygðist dveljast hjá þeim
í 3 vikur.
Auður Hafsteinsdóttir, starfsmaður S.R.F.I., kvað er-
lenda miðla yfirleitt ekki vilja vera hér nema 2 vikur í
senn og í hæsta lagi hjá 2—3 félögum. Einnig væru vissir
erfiðleikar á túlkun fyrir þá.
Brynjólfur Snorrason formaður S.R.F. Akureyrar, kvað
fundarsókn ekki nógu góða á fræðslufundi og samvinnu
sálarrannsóknafélaganna þyrfti að efla. Vegna skorts á
miðlum þyrfti að hlúa betur að innlendum miðilsefnum.
GuÖmundur Kristinsson formaður S.R.F. Selfossi, kvað
sálarrannsóknarfólk á Selfossi hafa notið þriggja afburða
miðla, Hafsteins Björnssonar, Horace S. Hamblings og
Bjargar S. Ölafsdóttur, sem öll hefðu starfað mikið fyrir
félagið á Selfossi. Bæði Hambling og Björg hefðu komið
til starfa austur á Selfossi á vegum Sálarrannsóknafélags
fslands, og án þess hefðu þau aldrei komið til starfa á Sel-
fossi. Þetta sýndi, hvað stuðningur aðalfélagsins væri mik-
ilvægur fyrir félögin úti á landi. Án hans hefði félagið
aldrei komist á legg. Félögunum úti á landi væri mjög
nauðsynlegur stuðningur og náið samstarf við Sálarrann-
sóknafélag Isiands.
Guðlaug E. Kristinsdóttir, formaður Sálarrannsókna-
félags Hafnarfjarðar, kvaðst fagna því, að boðið skyldi til
þessarar ráðstefnu og kvað samstarf félaganna afskap-
lega þýðingarmikið, og samstarf þeirra í Hafnarfirði hefði
ávallt verið mjög gott við Sálarrannsóknafélag Islands.
Geir Tómasson, S.R.F.Í., kvað ækilegt, að sálarrann-
sóknafélögin úti á landi legðu áherslu á athuganir og rann-
sóknir og upplýsingasöfnun um eftirtetktarverð efni í dul-
88
MORGUNN