Morgunn - 01.06.1985, Síða 92
1919 og hefur komið út óslitið síðan eða í rúm 65 ár. Það
væri nú orðið að vöxtum alls um 13 þúsund blaðsíður og
væri langsamlega stærsta safnrit um slík efni, sem gefið
hefði verið út hér á landi.
Nú stæðu fyrir dyrum lítilsháttar útlitsbreytingar á rit-
inu. Prentsmiðjan Leiftur, sem prentar það, væri nú að
taka upp nýja tækni við prentun og útlit blaðsins. Áskrif-
endur væru nú um 900, og væri stefnt að því að dreifa
ritinu víðar, og hvatti hann félögin til þess að stuðla að
meiri útbreiðslu þess og kvaðst fagna nánara samstarfi við
félögin úti á landi um þessi mál.
Brynjólfur Snorrason, formaður Sálarrannsóknafélags
Akureyrar, kvað samstarf ekki hafa verið nógu mikið milli
sálarrannsóknafélaganna, og úr því þyrfti að bæta. Þeir á
Akureyri hefðu nýlega skipað sérstakan blaðafulltrúa til
þess að koma efni til skila í Morgun. Viða væri gott efni
að finna til birtingar í Morgni, og hann nyti ekki nægi-
legrar útbreiðslu meðal félagsmanna. Lagði hann til, að
nýir félagsmenn fengju eitt eintak ókeypis. Hann kvað
eldri árganga af Morgni ófáanlega og lagði til, að prentuð
yrðu í hvert hefti ritsins heimilisföng sálarrannsóknafélag-
anna úti á landi til þess að auðveida samstarf félaganna.
Þar gætu menn séð, hvert þeir gætu snúið sér í þessum
efnum hver á sínum stað.
Jón B. Kristinsson, formaður Sálarrannsóknafélags Suð-
urnesja, kvað æskilegt að fá þýddar í Morgun góðar grein-
ar úr Psychic News.
örn Friðriksson, forseti Sálarrannsóknafélags Islands,
kvað útgáfuna yfirleitt lenda á fáum mönnum og útbreiðsla
ritsins, 900 áskrifendur, væri aðeins þriðjungur félags-
manna í sálarrannsóknafélögunum. Ef við ættum að koma
fræðslu um þessi mál út til almennings, yrðum við öll að
leggja ritinu lið með því að kaupa það, lesa það og stuðla
að útbreiðslu þess. Það væri góð hugmynd, að félögin úti á
90
morgunn