Morgunn - 01.06.1985, Page 94
DR. ERLENDUR HARALDSSON:
„Denmenneskelige Dumhed44
og vísindaleg vinnubrögð
Nýlega gafst tækifæri til að rifja upp skrif nokkurra há-
skólamanna í Fréttabréfið síðastliðinn vetur um vísindi og
ekki-vísindi, þegar flestar greinarnar voru endurprentað-
ar í Lesbók Morgunblaðsins (1—6). Sá lestur vakti nýja
þanka og spurningar.
1 síðustu grein minni (5) minntist ég á það hvort ekki
væri hyggilegra að huga að því sem nær okkur stendur,
svo sem rannsóknum sem gerðar hafa verið við H.l. og
rýna í þær frumheimildir í stað þess að deila um menn
og máiefni í fjarlægum löndum. Benti ég á rannsóknir
próf. Guðmundar Hannessonar á Indriða Indriðasyni (7,8),
og ef menn vildu, tilraunir okkar Hartins Johnsons (9, 10,
11). Ekki urðu menn við þessum tilmælum. Þegar beðið
var um efnislega gagnrýni einstakra rannsókna þögnuðu
menn.
Eina svarið við málaleitun um raunhæfa gagnrýni ein-
stakra rannsókna kom frá dr. Reyni Axelssyni stærðfræð-
ing (6). Það fól aðeins í sér eina tilvísun og hún var í
danska bókmenntafræðinginn Georg Brandes þar sem hann
svarar bréfi séra Matthíasar Jochumssonar sem hafði Ol’ð-
ið vitni að fyrirfærum Indriða Indriðasonar. Brandes mun
aldrei hafa nálægt Indriða komið hvað þá gert nokkra
eftirgrennslan um fyrirbærin sem gerðust í návist hans.
Eftir orðalagi dr. Reynis að dæma virðist Brandes gefa
í skyn að þau megi einfaldlega rekja til „den menneskelige
Dumhed“ (6, 12).
92
MORGUNN