Morgunn - 01.06.1985, Síða 95
Dómar án undangenginna athugana nefnast réttilega
fordómar á íslensku og eru andstæða vísindalegra vinnu-
bragða. Teljast (for)dómar manns sem ekkert þekkir til
máls af eigin reynd frambærileg vísindaleg rök? Eða er
þetta hugsanlega sterkasta gagnrýnin sem menn finna á
ofannefndum rannsóknum próf. Guðmundar Hannessonar?
Dr. Reynir segir um ,,vantrúargemsana“, að „hætt er
við að ekkert geti sannfært þá um að heimildunum (prófess-
oranna Guðmundar Hannesonar og Haraldar Níelssonar,
E. H.) sé treystandi". Með þessu gefa ,,vantrúargemsarnir“
í skyn að heimildum manns eins og prófessors Guðmundar
sé það illa treystandi að þær séu ekki umræðuhæfar. Fáir
menn munu hafa notið jafnalmennrar viðurkenningar sam-
tíðamanna og prófessor Guðmundur. Hann var stofnandi
Vísindafélags Islendinga, mikilsvirtur prófessor, tvívegis
háskólarektor, landlæknir, aiþingismaður, heiðursforseti
Læknafélags fslands og heiðursfélagi Hins íslenska bók-
menntafélags og danska læknafélagsins. Hann hlaut opin-
bera viðurkenningu bæði hérlendis og í Danmörku fyrir
verk sín og H. 1. gerði hann að lokum að heiðursdoktor.
Nú munu titlar, viðurkenning og vinsældir á sviði vísinda
engin allsherjar trygging fyrir óaðfinnanlegum vinnugæð-
um en ættu þó að gera verk manna umræðuhæfar. „Van-
trúargemsarnir“ kunna að búa yfir gildri ástæðu til van-
trausts á ofannefndum heimildum prófessors Guðmundar
en er við hæfi að gefa slíkt vantraust í skyn án minnsta
t’ökstuðnings? Hefur nokkur fyrr heyrt eða lesið að próf.
Guðmundur hafi verið vændur um óheiðaideg eða einfeldn-
isleg vinnubrögð? Eru sleggjudómar af þessu tagi vísinda-
leg vinnubrögð?
Eða telja „vantrúargemsar“ ef til vill að prófessor
Guðmundur, sem var einn afkastamesti vísindamaður sam-
tíðar sinnar hér á landi, sé einn þeirra ótal svikahrappa
úr hópi vísindamanna hverra nöfn dr. Þorsteinn telur að
i.mætti lengi telja“ (4) ? Eru menn vanir því í fræðilegri
umræðu að byrjað sé á því að draga hæfni manna eða
Morgunn
93