Morgunn - 01.06.1985, Side 97
að hvaða rannsóknarmaður sem er þurfi að finna hvítan
hrafn og geta fundið hann hvenær sem er, til þess að færa
megi frambærileg rök fyrir því að ekki séu allir hrafnar
svartir? Samkvæmt þeirri kröfu sem dr. Þorsteinn og dr.
Reynir gera, á ekki einu sinni að nægja að nokkur fjöldi
manna sjái og skoði einn hvítan hrafn ef annar hvítur
hrafn sést ekki um langa hríð eftir að sá hvíti hverfur af
sjónarsviðinu. Er þetta eðlileg og skynsöm krafa í öllum
vísindagreinum þótt hún kunni að vera það í eðlis- og
efnafræði?
Tökum dæmi um rannsókir manna við H. f. Líta má á
Indriða Indriðason og rannsóknir prófessors Guðmundar
Hannessonar (7, 8) og annarra samtímamanna (13—16)
á honum sem vitnisburð um fyrirbæri sambærilegt við
hvítahrafninn. Sú athugun var þó ekki gerð í eitt skipti
heldur í fleiri, og prófanir margendurteknar. 1 reynd voru
þær að verulegu ieyti samfelldar endurtekningar fi’á því
að hæfileikar Indriða voru uppgötvaðir og þar til hann
veiktist af berklaveiki 4 til 5 árum síðar og dó eftir stutta
legu árið 1912.
Hér eru athuganir á einum manni margendurteknar með
margs konar varúðarráðstöfunum, ekki bara af þánefnd-
um sálarrannsóknamönnum eins og próf. Haraldi Níels-
syni (13,14), heldur einnig af öðrum rannsóknarmanni sem
var próf. Guðmundur Hannesson. (Til gamans má minn-
ast á lauslegar athuganir fjölda annarra manna svo sem
Páls Einarssonar borgarstjóra, Jóns Aðils sagnfræðings,
Björns Jónssonar síðar ráðherra og Hallgríms Sveinsson-
ar biskups, svo minnst sé á nokkra þekkta menn úr þeim
hópi (17). Ekkert verður þó byggt á þessum athugunum
þar sem ekki er tilgreint hvernig að verki var staðið).
Réttmætt virðist að telja rannsóknir próf. Guðmundar
endurtakanleika með sambærilegum niðurstöðum. Ef of-
annefndum núlifandi doktorum við H. 1. sýnist svo ekki
vera, þá ber þeim að færa efnisleg rök fyrir því, eins og ég
efast ekki um að svo ágætir menn myndu gera ef þeir væru
Morgunn
95