Morgunn - 01.06.1985, Síða 98
að gagnrýna eitthvað í eigin grein. Hví ekki að nota hefð-
bundin fræðileg vinnubrögð á þessu viði sem öðrum í stað
sleggjudóma?
Rannsókn dulrænna fyrirbæra hefur á seinni áratug-
um aðallega verið í höndum sálfræðinga af þeirri einföldu
ástæðu að viðfangsefni sálarfræðinnar er vitundarlíf
mannsins, hegðun hans og hæfileikar hvers konar. (Eðlis-
fræðingar hafa reyndar einnig komið nokkuð við sögu,
sérstaklega áhugamenn um öreindafræði sem telja sig sjá
vissa samsvörun milli hegðunar dulrænna og skammta-
fræðilegra fyrirbæra, og svo aðrir sem ganga ekki það
langt en benda þó á að margt í skammtafræðum stangist
á við „heilbrigða skynsemi“ svipað og sumum virðist dul-
ræn fyrirbæri gera (18, 19)). Sálarfræðin brygðist hlut-
verki sínu ef hún sinnti ekki einnig þessum viðfangsefni,
ekki síst af fræðilegum ástæðum, því séu þessir hæfileikar
raunsannir — og ýmislegt bendir til þess ef vel er leitað —
þá koma í ljós takmarkanir ákveðinna forsenda sem al-
mennt eru gerðar í empirískri sálarfræði, og reyndar jafn-
vel í eðlisfræðinni líka. Fyrirbærin falla ekki inn í þann
fræðilega ramma sem viðtekinn er. Er það ekki kjarni
vísindalegs starfs að leita skýringa og raunprófunar á því,
og jafnvel gera sérstaka leit að því, sem óútskýrt virðist
og ekki fellur eðlilega inn í þann skýringarramma sem vís-
indin telja komast næst sannleikanum hverju sinni? Jafn-
vel þótt menn væru ekki vissir um raunveruleika fyrir-
bæranna — alltaf er hyggilegt að hafa fyrirvara — en grun-
aði að þau kynnu að vera til, þyrfti leit að þeim þá að
teljast til gervivísinda, og það þegar notaðar eru við rann-
sóknirnar hefðbundnar aðferðir ýmissa vísindagreina? Ef
svo þröngt mat á vísindalegu stai’fi yrði almennt tekið upp,
félli þá ekki ansi margt undir gervivísindi? Værum við
þá ekki, ef grannt er skoðað, farnir að blanda saman vís-
indum og fordómum?
Erlendur Harcddsson.
96
morgunn