Morgunn - 01.06.1985, Side 101
Lesendur hafa orðið
Kópavogi, 18. mars 1985.
Fimmtudaginn 20. september 1984 fór ég ásamt fleira
fólki vestur í Isafjarðardjúp og var þá búin að vera hálf
lasin, var alltaf þreytt og illa upplögð. Þann 22. á laugar-
dagsmorgni fann ég töluverðan verk í hálsinum hægra
megin. Ég hugsaði með mér að ég hefði legið illa, og væri
að fá hálsríg, en samt var það eitthvað öðruvísi. !Ég kom
svo heim til mín á sunnudagskvöld og var ekkert betri.
(linsubaun) ílanga baun. Ég fann ennþá til. Ég hafði sam-
band við lækni á þriðjudag 25. septetmber og kom okkur
saman um að ég kæmi í skoðun á fimmtudag 27. septem-
ber, ef allt væri óbreytt. Gerði ég það og fór í skoðun til
háls-, nef- og eyrnalæknis og fann hann enga bakteríu í
hálsi, nefi eða eyrum og ég hafði ekki verið kvefuð né feng-
ið hálsbólgu í fleiri mánuði á undan. Kom læknunum sam-
an um að ég færi á Leitarstöð krabbameinsfélagsins þ. 1.
október (hálslæknirinn fann fleiri ber) til sýnatöku. Þar
voru tekin sýni sem sýndu óæskilega frumubreytingu, svo
að ákveðið var að taka þessi ber til frekari rannókna. Áð-
ur en allt þetta skeði hafði ég látið innrtia mig á námskeið
hjá Erlu Stefánsdóttur, um innri gerð mannsins og hulin
öfl náttúrunnar. Því hafði tvívegis verið frestað, en var
svo haldið dagana 5., 6. og 7. október.
Ég hafði sagt Auði Hafsteinsdóttur frá þessu, sem var að
ske og var alveg staðráðin í að koma á námskeiðið þótt
ég væri lasin og niðurdregin.
Morgunn
99