Morgunn - 01.06.1985, Page 102
Á föstudagskvöld þ. 5. október, þegar Erla var að sýna
skyggnur og segja frá, fékk ég allt í einu sáran sting í
hálsinn og mér fannst etins og eitthvað hefði sprungið.
Ég þreyfaði á hálsinum en fann ekkert sérstakt. Kunni
eki við að fara fram og athuga í spegli, því ég sat inni í
horni og þurfti að fara yfir leiðslurnar úr myndavélinni
og fyrir tjaldið til að komast fram. En þegar ég var að fara
heim, fann ég að stærsta berið hafði eins og runnið út og
þynnst. Síðan var þetta að smáminnka og var alveg horfið
á mánudag, þegar átti að taka berin. Að vonum voru
allir stetinhissa. Það koðuðu mig 4 læknar fyrst og fundu
ekkert, síðan hálslænirinn og síðan minn læknir og það
var hætt við að gera aðgerð, en ég er alveg sannfærð um
að ég fékk lækningu, þegar ég var á námskeiðinu hjá Erlu
Stefánsdóttur og þessu góða fólki sem þar var.
Ps.: Veiktist af krabbameini 1981, fór í margar skurð-
aðgerðir og lyfjameðferð eina 10 tíma, hef verið í eftirliti
síðan.
Sjöfn Hélgadóttir.
100
MORGUNN