Morgunn - 01.06.1985, Page 103
Sálarrannsóknarfélagið
á Selfossi
Undirbúningsfundur að stofnun Sálarrannsóknafélags á
Selfossi var haldinn í Tryggvaskála 21. nóvember 1967.
Þar mætti um 60 manns af Selfossi og úr nærsveitum auk
gesta úr Reykjavík, þeirra á meðal Hafsteinn Björnsson
miðill og forseti Sálarrannsóknafélags fslands, Guðmundur
Einarsson. Gat hann þess, að þetta væri 4. sálarrannsókna-
félagið, sem stofnað væri utan Reykjavíkur. Var félagið
síðan formlega stofnað 1. febrúar 1968.
Það mun mjög hafa ýtt undir stofnun félagsins að sum-
arið áður og aftur þá um haustið gafst okkur þess kostur
að fá austur til okkar hinn víðkunna etnska miðil, Horace
S. Hambling. Dvaldist hann hjá okkur í nokkra daga i bæði
skiptin og hélt marga transfundi til lækninga.
Hann hafði þá stundað miðilsstarf í rúm 50 ár, en var
þá kominn yfir sjötugt og farinn að líkamskröftum. Hann
tók miklu ástfóstri við Island og kom hingað til lands sex
sinnum og hélt lækningatransfundi fyrir mikinn fjölda
fólks og oft með undraverðum árangri. Hann lést i London
i nóvember 1970.
Síðan hafa þær mæðgur, ekkja hans og dóttir, haldið
starfinu áfram og hafa komið hingað til lands flest árin
eftir það, eins og mönnum mun kunnugt.
Ef litið er yfir starf okkar félags í 15 ár, má eiginlega
skipta þvi í fjóra meginþætti:
1. Margir afburða ræðumenn hafa heimsótt okkur og
haldið fyrirlestra um málefni sálarrannsóknanna.
Morgunn
101