Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 8

Morgunn - 01.06.1997, Page 8
Ritstjórarabb vakti með okkur. Ekki þau orð sem við töluðum, þau sófasett sem við keyptum eða sú spíttkerra sem við keyrðum, í hraða tímaleysis okkar. Og það verður í gegnum tilfinningar okkar sem við endurlifum dvöl okkar hér á jörð. Við skulum því rækta þær í tengsl- um við umhverfið, náttúruna og þann dulda veru- leika sem við erum að fjalla um og rækta hérna, núna, á þessu augnabliki. Raunveruleiki og möguleikar þeir, sem felast í tengslum okkar við það, sem kallað er lífið fyrir handan eða dulrænu sviðin, eru okkur afar mikilvæg- ir, sýnilegir sem ósýnilegir, í öllu því, sem við tökum okkur fyrir hendur hér í jarðlífinu. Þau tengsl, sem ég vil kalla tengslin heim, eru okkur afar nauðsynleg á margan hátt í tilraun hins frjálsa vilja okkar til þess að þroska og móta nám okkar, upplifun og reynslu í heimavist jarðarinnar. Reynum því að líta á jarðlífið sem eitthvað sem við verðum að upplifa og njóta hverja stund eins og það er, því sú stund kemur aldrei aftur. 6 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.