Morgunn - 01.06.1997, Blaðsíða 8
Ritstjórarabb
vakti með okkur. Ekki þau orð sem við töluðum, þau
sófasett sem við keyptum eða sú spíttkerra sem við
keyrðum, í hraða tímaleysis okkar. Og það verður í
gegnum tilfinningar okkar sem við endurlifum dvöl
okkar hér á jörð. Við skulum því rækta þær í tengsl-
um við umhverfið, náttúruna og þann dulda veru-
leika sem við erum að fjalla um og rækta hérna,
núna, á þessu augnabliki.
Raunveruleiki og möguleikar þeir, sem felast í
tengslum okkar við það, sem kallað er lífið fyrir
handan eða dulrænu sviðin, eru okkur afar mikilvæg-
ir, sýnilegir sem ósýnilegir, í öllu því, sem við tökum
okkur fyrir hendur hér í jarðlífinu. Þau tengsl, sem ég
vil kalla tengslin heim, eru okkur afar nauðsynleg á
margan hátt í tilraun hins frjálsa vilja okkar til þess
að þroska og móta nám okkar, upplifun og reynslu í
heimavist jarðarinnar.
Reynum því að líta á jarðlífið sem eitthvað sem við
verðum að upplifa og njóta hverja stund eins og það
er, því sú stund kemur aldrei aftur.
6 MORGUNN