Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 24

Morgunn - 01.06.1997, Side 24
S.R.F.H. 30 ára Mestrar hylli njóta, varðandi skyggnilýsingar, þau María Sigurðardóttir og Þórhallur Guðmundsson. Góðir erlendir miðlar hafa og sótt okkur heim í vax- andi mæli. Talsvert hefur verið notað form umræðufunda um tiltekin mál. Flutt hafa verið stutt erindi, síðan fyrir- spurnir leyfðar og svör veitt af frummælanda eða frummælendum og öðrum fróðum mönnum. Hér höfum við mjög notið Úlfs Ragnarssonar, sem máls- hefjanda og/eða spyrjanda og sem erindaflytjendur eða viðmælendur hans, má sem dæmi nefna: Guðmund Einarsson, Gunnar Dal, Sigurð Hauk og Einar Aðalsteinsson. Allir lærðir vel og ljúfustu menn. En að baki þessu hefur alltaf verið sá grunntónn að vekja og leiðbeina hugum hlustenda upp, upp og fram. Hærra minn guð til þín og hvatning um, að hver kynnist sjálfum sér og leiði hugann að hvaðan hver einn komi, hver hann sé og hvert ferðinni sé heitið og getum leitt að því hvað við taki þá gangan hér er gengin á enda. Að því stefnt, eftir bestu getu, að þátttakendur ættu sér, í sinni daglegu baráttu, sumar innra, fyrir andann, þótt úti herði frost og kyngi snjó. Um gildi þessa eða árangur liggur ekki á lausu. En viturlegar vangaveltur um lífið og tilveruna eru til þess fallnar að varpa nýju Ijósi inn í dimmuna, sem löngum ríkir, og gefa sýn til nýrra sólarlanda. Alla tíð hefur söngur verið í hávegum hafður í fé- laginu. A hverjum fundi hafa fundarmenn sungið sálma, er í upphafi til þess voru valdir af Hafsteini Björnssyni. Yfirleitt 2-3 á fundi hverjum. Tilheyrandi 22 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.