Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Síða 6

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Síða 6
Nýjasta bók Vilhjálms Stefánssonar: „Ultima Thule“. Dr. phil. Quðm. Finnbogason flyttur erindi um bókina. Vilhjálmur Stefánsson Þriðjudaginn 11. febrúar flytur dr. phil. Guðmundur Finnbogason lands- bókavörður erindi um nýjustu bók Vilhjálms Stefánssonar, U Itima T hule . — Fjallar hún um það m.a. hvort Pyþeas frá Massilíu, frægur stjömufræðingur og stærðfræðing- ur, samtíðarmaður Alexanders mikla (uppi 330 f. Kr.), hafi komið til Is- lands á síðasta þriðjungi 4. aldar f. Kr. Nafnið Thule var hið forna heiti á norðlægustu löndunum, og hefur um það verið deilt, hvort með því hafi verið átt við Noreg, Hjaitland eða ísland. En það þykir sennilegt, að samgöngur og siglingar hafi átt sér stað milli Islands og Bretlands- eyja löngu fyrir Krists burð.Um þetta og þá farkosti, sem notaðir voru til þessara ferða ræðir Vilhjálmur Stefánsson m. a ' bók sinni. Eins er rætt um ferð Kólumbusar til Islands. En í ævisögu Kólumbusar, sem er rit- uð af Ferdinand syni hans, er það fullyrt, að hann hafi komið hingað árið 1477. Myndir, sem til eru af fornum bát- um, sýna að þessir farkostir gátu verið ótrúlega stórir, og hafa rann- sóknir leitt í ljós, að til hafa verið skinnbátar hjá steinaldar-fólki, t. d. Eskimóum, sem hafa borið allt að 70 manns. Hér birtast tvær myndir úr bók Vilhjálms og er sú fyrri af svoköll- uðum Curragh, en það er skinnbát- ur með grind í, og er myndin tekin eftir írskum peningi frá 200 f. Kr. Seinni myndin er af forngrískri her- galeiðu (frá um 300 f. Kr.). 238 ÚTVAEPSTlÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.