Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Qupperneq 8

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Qupperneq 8
Sænsk bjóðsaga. Það var í ágústmánuði árið 1814, að sænski herinn brauzt inn í Noreg og vann sigur á Norðmönnum í nokkrum smáorustum. Sænski erfða- prinsinn hafði komið ár sinni svo vel fyrir borð, að heita mátti, að norski herinn væri umkringdur á þrjá vegu, og með því að Kristján Friðrik sá sig kominn í hann krappan, treysti lítt hernum, en gat ekki komizt hjá bardaga, samdi hann 14. ágúst um vopnahlé í Moss, svo sem kunnugt er. Skömmu áður hafði konungur Svía haldið flota sínum til Kragerö, náð bæ þeim, og byggt þar skotvirki nokkur og beindi hann nú skothríð- inni, bæði frá virkjunum og flotan- um að kastalanum í Fridriksstad og náði með því móti bænum í sínar hendur. Meðan vopnahléið stóð yfir, brugðu ýmsir af sænskum herforingjum sér í skemmtiferðir upp í næstu sveitirn- ar. Sagan segir frá einum þeirra, Elfring að nafni. Hann hafði fengið sár eitt lítið í umsátinni um virkið Huth, og var hann úr herþiónustu að sinni. Flakkaði hann um fjöll og dali; og þar sem hann var allra lag- legasti piltur, var ekki laust við, að ýmsar af norsku stúlkunum litu hann ástaraugum. Hér um bil mílu vegar fyrir norð- an Fredriksstad bjó bóndi nokkur, Jakob Törvestad að nafni, og þangað var það, sem Elfring liðsforingi lagði oftast leið sína, ýmist ríðandi eða gangandi. Búgarður Jakobs lá rétt hjá freyð- andi fossi, og voru þar iðgrænar hlíð- ar umhverfis; en þó leið eigi á löngu, áður en farið var að pískra um það, að það sem draga myndi liðs- foringjan á þessar slóðir, væri ekki náttúrufegurðin ein, heldur öllu held- ur bláu augun fögru, er buðu hann velkominn, þegar hann hljóp upp bæjarhólinn. Hún var líka fullkomlega þess verð dóttir hans Jakobs Törvestad, að menn legðu það á sig, að skreppa rnílu vegar, því að fegurri stúlku gat hvergi að líta í sunnanverðum Nor- egi. Hún var liðlega, en þó hraust- lega vaxin, augun blá, sem fjólur, lokkarnir gullnir, og kinnarnar rjóð- ar, og mátti því heita lifandi ímynd hinnar norrænu fegurðar. Já, svona var henni rétt lýst, meyj- unni fögru, henni Kristínu Törve- stad. En svo var það eitt sinn, er Elfr- ing kom, sem oftar, að hann hitti ekki Kristínu heldur karl föður henn- ar í bæjardyrunum. Vísaði hann gestinum til stofu og bauð honum sæti. Síðan mælti hann umsvifa- laust: „Má ég spyrja yður, herra liðsfor- ingi, hver er eiginlega meining yðar með því, að vera að venja komur yðar hingað? Mig er farið að gruna, að það sé eitthvað annað, en fossinn og útsýnið, sem dregur yður hing- að“. Og þegar Elfring fór að stama einhveriu upp um gestrisni, — gott og þægilegt viðmót — og — og------- þá greip bóndi fram í fyrir honum og mælti: „íir það meining yðar, að fylla höfuð dóttur minnar með ástar- rugli, eða gera máske enn verra að verkum og hverfa svo vonum bráðar heim í yðar eigið land? Segið mér eins og er. Kristín er einkabarn mitt, og á mannorð hennar má enginn blettur né skuggi falla. Svarið mér því sem ærlegur drengur". Við þessi orð spratt Elfring liðs- foringi upp, lýsti ást sinni til Krist- 240 ÚTVARPSTlÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.