Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Qupperneq 19
Raddlausar konur.
Allt er breytingunum undirorpið. Hin
fríðasta blómarós getur eftir nokkur ár
orðið á að líta sem fölnað blóm. þannig
er og með raddir manna — og ekki síður
kvenna —. Söngvarar verða að hœtta að
syngja á miðjum aldri.
En óg œtlaði að fara að tala um upp-
lestur og raddlausar konur. því miður er
það staðreynd, að konur missa oft fyrr
styrkleika raddar sinnar en karlmenn og
taka seinna eftir því sjálfar, og þessi síð-
ast nefndi eiginleiki þeirra er náttúrlega
ágætur, nema fyrir þá, sem þurfa að
hlusta á þær lesa í útvarp eða syngja.
En vegna þeirra, sem hlusta, eru þðssar
línur fyrst og fremst ritaðar, því að þeir
hafa þó, þrátt fyrir alla nærgætni, sem
sýna ber þessum konum, nokkuð til síns
máls, er þeir mælast til þess við útvarps-
ráð, að það hafi þá einnig í huga, er
það raðar fólki á dagsltrána.
Ég vil ekki nefna nöfn, en óg hef sér-
staklega í huga tvær konur, sem mjög
oft lesa upp í útvarpið.þær hafa báðar
glatað þeim raddstyrkleika, sem til þess
þarf að vera áheyrilegar. Lestrarlag
þcirra minnir of mikið á rennandi læk,
sem aldrei skiptir um tón. Ritverk þeirra
myndu tvímælalaust njóta sín betur, ef
einhver læsi, sem betri rödd hefur.
Á samkomum fer auðvitað bezt á þvi,
að höfundar lesi sjálfir upp úr ritum
sinum, jafnvel þó að nokkrir brestir
kunni að vera á því, að þeir lesi vel, þvi
að þá á persónuleiki þeirra að bæta það
upp, sem skortir á upplestrarsnildina. í
útvarpi er öðru máli að gegna. þar verð-
ur að gera a. m. k. lágmarkskröfu, jafn-
vel þó hlut eigi að máli merkir rithöf-
undar, þeir verða að lesa áheyrilega.
J.
Um málaralist.
í útvarpinu eru oft erindi um skáld-
skap, um tónlist og um flest, sem ’nöfnum
tjáir að nefna. En hvers vegna er aldrei
stakt orð um málaralist? Við eigum
lærða málara, prýðilega greinda menn
og marga pennalipra. Hvers vegna er
aldrei leitað til þessara manna og þeir
beðnir að flytja erindi um rnálnralist?
það er til mikið af listhneigðu ungu fólki
í landinu, sem gjarna vildi fá að heyra
(jeitthvað um þessi efni. Hvers eiga þeir
Vrð gjalda, að fá aldrei orð í útvarpinu
um þessi áhugamál sín? K. D.
Nýmæli Páls ísólfssonar, „Takið und-
ir“, er vinsælt og er það reyndar marg-
, rætt mál, og fáu við að bæta. Ekki hef
ég neins staðar í Dölum orðið var við
það, að „tekið væri undir" þennan lið,
en það er hlustað rækilega á hann. —
Mjög þarflegar eru leiðbeiningar Páls og
leiðróttingar á ýmsum kórvillum, sem
gcngið hafa ljósum logum í söng almenn-
ings. Hlustandi í Dalasýslu.
UM VIÐLÖG, frh.
1. Hér er gott að dansa, hér er stofan
ný. I-Iún er öll tjölduð og þakin með blý.
En fólkið anzar:
2. Gott sé þeim, sem glatt hafa sinni.
—Guð sé með oss öllum hér inni.
Síðan skipar það sér í raðir á gólfinu,
karlar og konur haldast i hendur. Og af
því að við ráðum yfir þessu fólki, skul-
við biðja það að fara með nokkur falleg
viðlög, fyrst þau, sem fjalla um sjálfan
dansinn. — Og nú kemur það fram og
kveður:
1. Heyrði ég hörpunnar hljóm — suður
undir ey. — Sveinn hinn ungi leikur þar
við þá vænu mey.
2. Dansinn undir hlíða, hann var sig
svo seinn. — Átján voru konurnar, —
en karlinn einn.
3. Brúðir stilltar blíðlega þegnum anza.
— Heyrið þið piltar, hvernig stulkan
dansar.
4. Blessi drottinn berin á því lyngi. —
Hægt og lengi harpan mín syngi. —
5. Hér kemst elcki gleðin á, þvi nóttina
syrtir. — Við skulum dansa betur, þegar
birtir.
6. Ekki er dagur enn — og vel dansa
vífin.
7. Taki sá við dansi, — sem betur kann
og má. — Látum herinn brynjaðan —
borgunum ná.
8. Stigum fastar á fjöl — spörum ci
vorn skó. — Guð má ráða, hvar við döns-
um önnur jól. Frh.
ÚTVARPSTÍÐINDI
2S1