Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Page 8

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Page 8
H U L D A : ÞORLÁKUR HELGI HVERFUR HEIM TIL ÍSLANDS Kvœði það eftir Huldu, er jólablað Ut- varpstíðinda birtir nú, cr úr nýju ljóðasafni eftir ökáldkonu'-a, sem mun innan skamms verða gefið út. Er kvæðið í flokki, sem nefn- ist: ,,0r biskupasögum“. Við Englands fögru ströndu einn vordag var svo frítt, að varla bærðist hafið, hvert lauf á eikum nýtt, hinn guli sandur glóði, í greinum fuglar sungu, allt gjörði himni þakkir, hvað með sinni tungu. Tveir ungir menn við ströndina saman sitja í ró og saman ræða um örlög og hjartans þrá og fró, þeir lærðra manna klæði á herðum báðir bera og báðir sýnast ættaðir af konungum vera. ,,Það veldur mór sorgar“, annar vinurinn kvað, ,,að viltu okkur kveðja og þennan góða stað, sem gáfur þínar lct eins og gimsteina ljóma og gaf þér allt sitt bezta og veitti margan sóma' ‘. ,,Já — gott er hér og fagurt, hvern geisla þakka skal, sem gerði líf mitt sælt í skólans lund og sal. En heimþráin mig dregur að ættjörðinni ungu, að ástvinum og sveitum, að lands míns kæru tungu. Ég árum saman dvaldi við Signu sætan nið, við söng og tíðagjörðir, við námsins ljós og frið. — En heim ég þráði löngum — í hverjum næturdraumi ég hugðist vitja íslands — úr Frakklands prýði og glaumi. 120 ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.