Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Qupperneq 20

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Qupperneq 20
9ót Jól . . . Litið kertaljós í fjarska, œsku- minning um ástina, hið fegursta af öllu hinu fagra, sem við munum, er við höfð- um verið hóðuð í hala á eldhúsgólfinu, signd — og fœrð i hreina skyrtu — og kysst af þreyttri móður. Jól . . . Lítið kertaljós í fjarska, og gleðitár fátæks barns. fón úr Vör. —- Eru ekki einhver ný tíðindi að segja frá ykkur forsöngvurunum ? — Jú, tíðindi mega það nefnast, að þjóðkórinn mun á næstunni syngja inn á plötur, en því miður geta ekki allir verið viðstaddir, það er erfitt að hóa þessum 120 þúsundum saman til þess að vera með á plötunum. — Eftir þessum fregnum má gera ráð fyrir, að þið hafið einhverjar brell- ur í frammi, t. d. eruð þið viss með að skipta ykkur niður á sýslurnar í sum- ar og ,,taka undir“ þar sem þið verðið stödd, eftir laxveiðar og fjallgöngur, og sitjið meðal fólksins á sveitabæjunum. — O, sei sei nei, við eruð ekki svo- leiðis fólk. En aftur má gera ráð fyrir að við höldum áfram að raula eitthvað fram yfir árið 2000, — við endumst nefnilega miklu betur með þessu móti. — Það er víst ekki leyfilegt að fá að sjá einhverjar kveðjurnar, sem þið hafið fengið ? — Það verður nú að fara varnfærn- islega með þær, ég vil nú síður, að ein- hver blómarósin þurfi að roðna, sökum þess hvað ég er opinskár. En þó hef ég hérna dálítið, sem ég held að sé ekki mjög saknæmt. Og Páll dregur fram þverhandar- þykkan bunka af bréfum. — Þið megið moða úr þessu, — ég fse ykkur þetta í hendur, af því ég treysti ykkur til alls hins bezta. Að lokum vil ég óska Útvarpstíðindum og lesendum þeirra allra heilla, og bið ykkur fyrir alúðarkveðjur til útvarps- hlustenda frá öllum forsöngvurumþjóð- kórsins. Gleðileg jól! G. M. M. 132 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.