Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 2
Úr ferðarollu dr. Magnúsar Stephensens, 28. janúar 1826. Magnús var þá staddur í Kaupmannahöfn. ÚTVARPSTÍ Ð I N D I koma út hálfsmánaðarlega allt árið. Árgangurinn kostar kr. 15.00 og greiðist fyrirfram. Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Útgefandi h.f. Hlustandinn. Prentað í Víkingsprenti h.f. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör. Skrýddist dýrðlegar en nokkru sinni fyrr í úniform nýja með mjallhvítt undir- klæði, silkisokka hvíta, hrafnsvarta speg- ilglansandi skó, gylltar skó- og hnéspenn- ur, nýjan gylltan korða með nýrri gull-port- d’epée í við hliðina og gull-krampahattinn; keyrði svo með þénara mínum aftan á, sem ætíð, upp að kóngshöll kl. 6% eftirmiðdag. Þar var allt ljómandi; fyrir víst yfir 1000 vaxkerti brunnu þar í samkomu- og veizlu- sölum. Þangað söfnuðust af efstu þremur rangflokkum hér um 500 menn, frúr, frök- enar, allt í óútmálanlega ljómandi skrúða, einkum kvendin. Þær fornemstu drógu eftir sér álnarskott eða slóða af dýrðleg- ustu fötum, er lágu á gólfinu og drógust um það. Prinsessurnar tveggja álna, en prins Cristians prinsessa þriggja álna langt, drottning þó enn frekara. Enginn bar slóðann, en þar hafði verið þvegið gólf og sópað, svo að í því mátti spegla ?ig. Kjólamir beztu af gagnsæjum gull- vefnaði, þ. e. gullvír saman við eða silfur- vír, og sumsstaðar gullhnyklar eða rósir um fötin. Allar báru ljómandi hvítra dem- ants-gimsteina kerfi breitt um háls, líka um úlnliði margar. OKÐSENDING Verðið á 6. árgangi verður 15.00 krónur, sajmkvæmt samþykkt verðlagsstjóra. Er þessi hækkun þó ekki í réttu hlutfalli við þá vísitöluhækkun, sem orðið hefur síðan verð 5. árgangs var ákveðið í fyrrasumar. Að réttu lagi hefði blaðið þurft að kosta nál. 20 krónur, þar sem sum útgjöld hafa hækkað svo gífurlega, og skal þess eíns getið, að í fyrra kostaði 30 aura undir hvert kg. í póst, en um síðustu áramót hækkaði póstgjaldið upp í 1 krónu undir kg. Undir árganginn verðum við því að borga nú yfir 3 þúsund krónur í póst yfir árið, og er það Þó ekki nema smáliður í kostnaðinum. Prentunin hækkaði stórkost- lega eftir siðustu árgangaskipti, svo að blaðið beið mikinn halla af. Þess er enn að geta, að hækkun farmgjalda leiðir af sér hækkun pappírsverðs. Væntum við þess, að kaupendur og útsölumenn okkar skilji þessa nauðsyn um hækkun verðsins, og haldi áfram að vera tryggir vinir blaðs- ins. En margvíslegar vinsældir og fyrir- greiðslur þökkum við öllum, sem hlut eiga að máli. Og þeir eru margir. Vinsamlegast. Útgefendur. VtS böfum ávallt mikið úrval af allskonar skófatna&i. LÁRUS G. LUÐVÍGSSON SKÓVKRZLUN 2 ÚTV ARPSTÍ ÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.