Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 9
lies.su nokkuð ráða, að hér verði um að ræða verk, sem vert sé að rita og gefa út. Ennfremur skal þess getið, að stjálfstæðum erindum verður safnað saman, jafnvel frá fjórum mönnum í sama hefti um ólík cfni til fjölbreytni. Verður þctta kynnt síðar, cn nokkuð af efni er þegar fcngið í slík hefti. Hvert hefti verður selt sérstakt, en þó gcta menn gerzt áskrifcndur að ritsafn- inu og fengið heftin send til sín beint, ef menn óska, og þá með betri kjörum. Stuðningi heitið. Þá skulu enn ncfndir riokkrir þekktir mcnn, er hafa heitið ritinu efni eða hal't góð orð um stuðning: Helgi Hjörvar rit- höfundur, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Knútur Arngrímsson kennari, Magnús Jónsson prófessor, Páll ísólfsson tónskáld, Pálmi Hannesson rektor, Sigurður Einars- son dósent, Sigurður Nordal prófessor, Vilhjálmur í>. Gíslason skólastjóri. Verður salan auglýst nánar á öðrum slað. En við,’ sem í útgáfu þessa höfum ráðizt vaéntum þess, að almenningur í land- inu sjái'um framhald hennar með því einu að kaupa ritið og úlbreiða sem bezt. Við tökum þakksamlega öllum stuðningi og góðum bendingum og óskurn eftir sem flest um samstarfsmönnum, til þess að verk þetla geti farið vel úr hendi. í september 1943. Gunnar M. Magnúss Jóii úr Vör Að jafnaði verður hvert hefti 4 arkir í Iðunnarbroti að stærð og verð- ur það reiknað föstum áskrifendum á kr. 6.50. Áskrifendur Útvarpstíðinda fá það í lausasölu fyrir kr. 7.50, en öðrum verður það selt á kr. 8.50. í Reykjavík verður ritið borið út til áskrifenda og gjaldið inn- heimt jafnóðum. Framvegis munum við senda föstum áskrifendum bréfspjald tvisvar á ári, þar sem tilgreind eru nöfn þriggja næstu rita, á- samt upplýsingum um efni þeirra. Heimilt er föstum áskrifendum að sleppa úr einu ritanna, ef þeir kynnu að óska þess, og njóta þó beztu kjara. En við móttöku fyrsta heftisins greiða þeir öll heftin (eöa tvö sé einu sleppt). Bezt kæmi okk ur að greiðslan fylgdi áskrift. Viðvíkjándi styrjaldarsögunni er þetta aö taka fram sérstaklega: Að þessu safni geta menn gerzt áskrifendur, þótt þeir kaupi ekki önnur hefti Erindasafnsins, en þeir skuldbinda sig til að kaupa han* alla og greiða verð þriggja hefta í senn. Hvert hefti Erindasafnsins verö ur sjálfstætt. Verða þau tölusett frá nr. 1 og áfram, en ekki skipt í árganga. Ættu því bókamenn og safnendur að kaupa ritið frá upp- hafi og láta ekkert í ' það vanta. Athugið aö áskriftir þurfa að sendast beint til afgreiðslunnar á Hverfisgötu 4 í Reykjavík. í lausasölu mun ritið fást í bóka- verzlunum og hjá flestum umboðs mönnum útvarpstíðinda. Það skal að lokum tekið fram aö verðupphæðir, sem hér eru nefndar eru birtar með fyrirvara og hækka eftir dýrtíðarvísitölu. Fyrstu þrjú ritin veröa: íslenzk tunga, eftir Björn Sig- fússon magister. Ferðaþættir, eftir Guðmund Thoroddsen prófessor. Frá Vín til Versala, eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Hið síöastnefnda er 1. hefti styrj aldarsögunnar. . Móti áskriftum er tekiö í síma 5046. Utanáskrift: ErindasafniÖ Frh. á síðu 12. ÚTVARPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.