Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 18
KONUR KVEÐAST Á í>að er ekki oft að konur kveðist á svo vitað sé. Þó átt'i þetta sér stað á Stór- stúkuþingi bæði 1939 og 1942. Tilefnið var sem hér segir: Meðal fulltrúa á stórstúkuþinginu 1939 voru þær frú Kristjana Benediktsdóttir Blöndal, þekktur templari úr Rvík og Guð- laug Narfadóttir, húsfreyja í Dalbæ í Flóa. Þær voru gamalkunnugar. Kristjana hafði þá að sessunautum séra Halldór Kolbeins og séra Svein Ögmundsson í Kálfholti. Eitt sinn gengu þeir saman af fundi og sat Kristjana ein eftir, sendir hún Guðlaugu, sem sat rétt hjá þeim, þessa visu: Enginn prestur er mér hjá, að mér sækir kvöl og þrá. Eg hef fengið ást þeim á; er ekki bezt að skæla þá? Guðlaug svarar: Ekki að gráta ástarböl, alltaf er á nógum völ. Ef að kvölin að þér sezt, aftur reyndu að ná í prest. Á þinginu í fyrra lenti þeim enn saman. Tilefnið var, að Guðlaug var í fundarhléi að tala við séra Eirík Helgason í Bjarna- nesi. Kristjana tók að gefa þeim auga, tek- ur Guðlaug eftir því og sendir henni þessa vísu: Þó einhverjum sé órótt hér uni ég hið bezta. Eg hef loksins lært af þér að líta hýrt til presta. Kristjana svarar: Þig hef ég aldrei svona séð sæla og endurhressta. Enginn betri er þó með alltof marga presta. (Aðsent). AKUREYRINGAR! Nýtízku bókabúð hefur allar fá- anlegar bækur, — Verzlið við BÓKAVERZLUN EDDU M Kolbeinn Högnason Hann var tslenzkur útbeitar hagi, laminn af lurkum, lobinn af sinu. Svona yrlar bóndinn í Kollafirði. — Næstu daga kemur eftir hann á markaðinn — ekki ein, HELDUR ÞRjÁR — Ijóðabœkur: Kr æklur Olnbogabörn Hnoðnaglar Allir kannast við hnyttnar tæki- færisvísur hans, eins og til dæmis sláttuvísurnar, en hitt sjá menn nú, að hann er eitt af okkar beztu skáld- um. — Bœkurnar koma nœstu daga. BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJ U ÚTVTRPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.