Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 14
ATHUGIÐ! Magnús Jónsson, prófessor, formaður útvarpsráðs flytur þátt- inn um daginn og veginn 4. okt Mun hann þá að öllum líkind- um ræða um vetrardagskrána. Ennfremur viljum við' veita eft irfarandi mönnum nokkra viður- kenningu fyrir eina vísu hjá hvor- um (Rööin af handahófi): Þormóð ur Pálsson (Hrannir ólga upp á grunn). Halldór Jónsson frá Gili (Ef þú hittir unga mey). Einar Bragi, Eskifirði (Hræsni blandið bragðafull). Pétur Georg (Hækkar sólin hýrnar lund). Kristján Ein- arsson frá Djúpalæk (Þegar sárust þörfin er). Bólhlíðingur (Oft ég dável út við strönd). Eru þeir beðn- ir að senda nákvæmari heimilis- föng og verður þeim þá sent 1. hefti Erindasafnsins. Síðan þökkum við öllum, sem að þátt hafa tekið 1 samkeppninni og sent okkur vísur og heitum á þá, og aðra, að halda áfram að senda okkur stökur, einkum eru gaman- samar vísur vel þegnar og þær, er snerta útvarpsefni og starfsmenn þess. Munum við senda þeim, sem bezt tekst, nokkra umbun. Ritstj. EIGA ALLIR AÐ * NOTA DAGLEGA ÁRNI KRISTJÁNSSON Útvarpstíöindi birta að þessu sinni á forsíöu rnynd af Árna Kristjánssyni píanóleikara. Árna má tvímælalaust telja í fremstu röð ísl. tónlistarmanna og hefur hann í nokkur undanfarin ár verið píanókennari við Tón- listarskólann. Hann hefur haldið nokkra hljómleika á vegum Tón listarfélagsins og einnig leikið í útvarpiö á þriðj udagstónleikum Tónlistarskólans, ýmist einn eða með öðrum. Ásamt Birni Ólafssyni fiðluleikara hefur hann að undan- förnu haldið háskólahljómleika öðru hvoru. Á þessu •• ári flutti hann konsert í a-moll eftir Grieg, ásamt Hljóm sveit Reykjavíkur, á afmælishljóm- leik Tóniistarfélagsins, er þaö efndi til á 100 ára afmæli tónskáldsins. Árni er mjög vinsæll listamaður og ágætur kennari, enda vel mennt aður í sinni grein. Hann hefur stundað nám í Danmörku og Þýzkalandi. Orðsending til þeirra, seni enn eiga ógreiddan 5. árg.: Við höfum sýnt yður það traust að senda yður allan árganginn, þó gjatdið eigi að borgast fyrirfram. Bregðizt ekki því trausti. 14 ÚTVTRPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.