Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 16
c Gunnar Benediktsson, rithöf. Hallgrímur flytur erindi 10. okt. og Gunnar þátt- inn Um dag- inn og veg- inn 11. okt. Hallgrímur Jónasson, kennari írásagnir um menn og málefni, og þá er hópur manna, sem vill sögu í hverju hefti og dansljóð við og við. Og svona gegnur það, óskirnar eru margar til blaðsins, eins og útvarpsins. En jafnan fer það svo, að fólk vill ekki missa þá þætti, sem því hef- ur geðjast að, en óskar þó fjölbreytni og nýrra viðhorfa. Þessa sögu hafa flestir að segja. Eg hef fyrir framan mig ársgamla bréfasyrpu til Páls ísólfssonar, sem hann hefur leyft okkur að glugga í. Páll var í formála fyrir söng þjóðkórsins fyrir skömmu að hvetja fók til þess að læra sem allra flest lög og ljóð, og takmargið eða lágmarkið ætti. að vera 1000 lög, sem hver maður kynni. Eg get sannarlega und- irstrikað þessa áskorun. Og svo lít ég á bréfin hans Páls. Þrátt fyrir miklar þakk- ir til þjóðkórsins hefur fólkið alltaf ein- hverjar óskir fram að bera. — Þjóðkórinn hefur mjög hlý og hressandi áhrif, skrifar kona hér í bænum (Kr. Sigfúsdóttir), en eitt finnst mér harla einkennilegt, það er hvað þið skiptið sjaldan um lög. — J. J, einnig Reykvíkingur, vill fleiri vorstemn- ingar, helzt eftir 19. áldar skáldin og nefn- ir sérstaklega vorkvæði Jóns Thoroddsens: Ríður Harpa í tún. — Hreiðar E. Geirdal á ísafirði segir: — Eitt vil ég biðja yður að taka til athugunar, og það er, að ég hef slæman grun um, að við séum ekki eins bráðnæm á lögin eins og þér haldið. „Eg kveiki á kertuniun mínum“. Útvarpið er fyrir alla, en ég hygg, að fáir njóti þess með óspilltari fögnuði en gamla fólkið. Gamalt fólk er oft fordómalaust og hefur þvegið af sér sora hrokans, en ber virðingu fyrir því, sem vel er gert, og opn- ar huga sinn einlæglega. Kona ein í Rang- árþingi segir frá því, að. á heimili hennar sé gömul kona, sem hafi mikið yndi af út- varpinu. Þegar hún hlakkar til einhverra útvarpsþátta, t. d. söngsins, eða hefur mik- ið við, kveikir hún á kertum við rúmið sitt, stundum þrempr, og iætur þau loga, meðan hún hlustar. Það er hátið hjá henni, ljós, jólin sjálf. Og svo er hér bréf til blaðsins, sem ,,ís- firskar íþróttameyjar“ senda og biðja okk- ur að bera bezta þakklæti fyrir hina skemmtilegu kvöldvöku í útvarpssai, laug- ardaginn 28. -ágúst s. i. — Sérstaklega þakka þær Ævar Kvaran og hljómsveit Þóris Jónssonar. Vonast þær eftir fleiri slikum kvöldvökum, „þvi að þá verði oft- ar setið heima með prjónana!11 íþrótta- meyjarnar þakka einnig íþrótlaþættina, eins og að líkum lætur. G. 10 . ÚTVTRPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.