Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 3
 V I Ð T A L V I Ð Ragnar Jóhannesson fulltrúa útvarpsráðs Það var síðastliðinn vetur, að Út- varpstíðindi ræddu ítarlega dagskrár- stjórn útvarpsins, mannahald og starfstilhögun. í þeirri grein voru settar fram ýmsar. tillögur m. a. um aukinn mannafla í skrifstofu útvarps- ráðs og stungið upp á að skipaður yrði dagskrárstjóri. Vitanlega ganga allir starfsmenn stofnunarinnar með umbótatillögur og flestir vilja gera sitt bezta svo að sízt var að undra þó að tillögum blaðsins væri vel tekið. Nú er til dæmis að taka kominn nýr starfsmaður á skrifstofu útvarpsráðs, — nýr og ekki nýr, — gamall og góð- ur kunningi hlustenda, Ragnar Jó- hannesson cand. mag. Fulltrúi í skrif- stofu útvarpsráðs er titillinn, og hér hefur hann setið með skipunarbréfið upp á vasann, síðan í júnímánuði síð- astliðnum, en hafði áður unnið ýms störf í þágu skrifstofunnar frá haust- inu 1942. Andspænis Ragnari við mikið og skjölum hlaðið skrifborð situr frú Þórleif Norland, en hún hefur starfað í skrifstofunni um margra ára skeið. Skrifstofustjórinn Hjörvar og formað- ur útvarpsráðs hafa sín skrifborð 1 næsta herbergi; þar heldur útvarps- ráð fundi sína. Eitt af verkefnum Ragnars er samstarf við Útvarpstíð- indi fyrir hönd útvarpsráðs. Og til þess að lesendur blaðsins geti fengið nokkurt yfirlit um störfin í nefndum skrifstofum, legg ég nokkrar spurn- ingar fyrir Ragnar, sem hann fúslega svarar. — í hverju er starf þitt einkum fólgið? — Eg vinn aðallega að undirbún- ingi dagskrár, öflun dagskrárefnis og yfirlestri og vali aðsends efnis o. s. frv. M. a. bý ég jafnan dagskrá næsta hálfs mánaðar í hendur Útvarpstíð- indum, eins og þér er kunnugt um. Auðvitað geri ég allt þetta í nánu samráði við útvarpsráð og formann þess, en þó einkum skrifstofustjórann. Auk þeirra starfa, sem ég drap á, er auðvitað fjöldi smærri viðvika í dag- legri framkvæmd útvarpsdagskrár- innar, sem við þurfum að sinna jafn- harðan. — Þú minntist á yfirlestur og val. Berst mikið af aðsendu efni? — Töluvert, einkum á vetrum. Á sumrin er oft hörgull á efni og stund- um býsna hart á dalnum. — Auðvitað er hið aðsenda efni harla misjafnt að gæðum, en útvarpsráði er auðvitað þökk á því, að útvarpsefni berist frá ÚT V ARPSTÍÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.