Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 4
sem flestum, svo að úi’ miklu sé að velja. — Var ekki orðin brýn nauðsyn ú því, að starfslið útvarpsráðs yrði auk- ið? — Jú, tvímælalaust. Þegar ég byrj aði fyrst að vinna hér í skrifstofunni furðaði ég mig satt að segja á því, hve starfsfólk útvarpsráðs var fátt, og var það eina bótin, að valinn maður var i hverju rúmi. Fastir starfsmenn voru aðeins tveir: skrifstofustjórinn Helgi Hjörvar, og frú Þorleif Norland, sem hefur á hendi daglega bókfærslu, spjaldskrárgerð o. s. frv. Auk þess vann þáverandi formaður útvarps- ráðs, Jón Eyþórsson, allmikið að und- irbúningi dagskrár og vann í skrif- stofunni nokkra tíma á degi hverj- um. En þótt mér hafi verið bætt við er nóg að starfa fyrir okkur öll eftir sem áður og það þótt enn væn bætt starfsfólki. Það sem gerir það skemmtilegt að vinna hjá útvarpinu er einmitt það, að þessi stofnun fær á- hugasömum starfsmönnum sínum sí- fellt ný og vaxandi verkefni í hendur. — Geturðu ekki sagt okkur eitt- hvað um fyrirætlanir útvarpsráðs um vetrardagskrána? — Nei, þið verðið að snúa ykkur til æðri staða til þess. — Er ekki margt á prjónunum í sambandi við leikritaflutning út- varpsins? — Jú, og ég held að óhætt sé að gera sér góðar vonir um starf Lárusar Pálssonar, sem nýlega hefur verið ráðinn leiklistarráðunautur útvarps- ins. Hann mun hafa lagt fyrir útvarpsráð áætlun um -leikritaflutn- inginn allt fram á næsta vor, enn- fremur í’áðið leikstjóra og skipt með þeim verkum. En að mínum dómi er starfi Lárusar ekki þar með lokið. Þess er mikil þörf, að hann sé jafnan til aðstoðar og eftirlits við æfingar, leikendaval, útsendingu o. fl. Við bíðum þess með eftirvæntingu að sjá árangurinn af þessu fjölþætta starfi Lárusar Pálssonar í vetur. Um Ragnar skal þe'ss annars getið, að hann er fæddur og uppalinn í Búð- ardal, foreldrar hans eru Guðrún Hall- dórsdóttir frá Arnardal í Isafjarðar- sýslu og Jóhannes Jónsson verzlunar- maður, ættaður úr Dalasýalu. Árið 1934 tók Ragnar stúdentspróf á Ak- ureyri, en kom þá suður til háskóla- náms og tók kandídatspróf í íslenzk- um fræðum árið 1939. Síðan hefur hann aðallega starfað við blaða- mennsku og kennslu. Eg sagði í upp- hafi greinarinnar, að Ragnar væri gamall kunningi hlustenda, og vil í því sambandi sérstaklega nefria gam- awþætti hans, sem margir hafa skemmt hlustendum. „Utvarpið á bænum“, er eftir Ragnar, þá „Af- mælisþáttur útvarpsins“ og „Stúd- entarevían“, sem leikin var 1. desem- ber fyrir 2 árum. Þá mun hann einnig meðgánga faðernið að þáttunum „Jón í kotinu“, en þeir voi’.u 10 alls, og það þótt þeir væru misjafnlega vinsælir hjá „þeim sem betur mega.“ Auk þessa hefur Ragnar lagt margt til dagskrárinnar, bæði með upplestri, þýðingum og fleiru. Og vel má segja það hér, að Útvarpstíðindi hyggja gott til samvinnu við Ragnar, eftir þeirri reynslu sem þegar er fengin. G. 4 ÚTVTRPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.