Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 17
DANSLJÓÐ Gústi Hruna Hann Gústi í Hruna «. með harmoníkuna hann var sem funi sá sveinn. Hann spilaði valsa með spriklandi galsa og í splæs var hann alls ekki seinn. Og enga eg veit um þar vestur í sveitum, sem vildi honum neita um dans. Þær unnu honum einum þó oft væri í meinum og læddust í leynum til hans. Það var karl, sem kunni að kyssa, drekka og slást. Klammaríi hann kom af stað, hvar sem hægt var að uppdrífa það. Það var karl, sem kunni að kyssa, drekka og slást. Enda sagði hann það oft: Það er ánægjan mín, ástir, slagsmál og vín. Þó væri hann ei ríkur hann var engum líkur, það var enginn slíkur sem hann. Með lokkana sína, svo ljósa og fína, mig langaði að krýna þann mann. í Keflavík reri hann, á hvern mann þar sneri hann; sá kunni að bera sinn skjöld. Að stúlkunum smaug hann, að strákunum laug hann, og slóst svo hvert laugardagskvöld. Það var karl, sem kunni að o. s. frv. Hann Gústi í Hruna lét hestana bruna með hófanna dunandi slag. Var fullur í réttum með fettum og brettum og fannst þá svo létt um sinn hag. Víngleði ann hann, en vinnuna kann hann, á veturna spann hann með glans. Á sumrin hann heyjar, um engi og eyjar, þá eru allar meyjarnar hans. Það var karl, sem kunni að o. s. frv. (Úr Halló! Ameríka). Rafgeymavinniutofa vec f GarSastrœti 2, þribju hct&. annaat hleðalu o| viðgorttr á viiteekjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins 17

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.