Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 10
FRA DEGI
TI L DAGS
Tómstundir og menntun.
Félags- og skemmtanalíf.
Ágúst Sigui'ðsson cand. mag. flyt-
ur tvö erindi um þessi efni.
Námsflokkastarfsemin er tiltölu
lega ný hreyfing hér á landi, en sem
kunnugt er, er hún mjög víðtæk og
máttug á Norðurlöndum, einkum í
Svíþjóð.
Sá maður, sem af mestum árangri
hefur unnið að þessum málum hér
á landi hin síðari ár, er Ágúst Sig-
urðss. magister, forstöðumaður náms-
flokka Rvíkur. Hann er ungur og öt-
ull kennari. Fyrir stríð starfaði hann
um hríð sem fyrirlesari á vegum
menningarsambands alþýðu í Svíþjóð
og flutti 200 fyrirlestra um ísl. efni í
Svíþjóð og Finnlandi, og flutti auk
þess nokkur erindi i sænska og norska
útvarpið.
Á þessum árum kynnti hann sér
ítarlega tilhögun og starfsaðferðir
þessara sænsku menningarfélaga og
í ársbyrjun 1939 hófst námsflokka-
starfið hér í Rvík. Segist hann hafa
átt að fagna góðum skilningi og stuðn-
ingi af hálfu almennings og stjórn-
arvalda.
En fólk hefur þó ekki gert sér þess
nægilega Ijósa grein, segir hann, að
hér er ekki um venjulegan skóla að
ræða og að þessi starfsemi hentar bezt
fullorðnu fólki, þar eð aðalatriðið er
sjálfstæð tómstundavinna eftir per-
Ágúst Sigurðsson magister.
sónulegri getu og þörfum hvers ein-
staklings.
Nokkur þröskuldur í vegi befur og
verið, hve tómstundir margra vinn-
andi manna og kvenna hafa orðið iáar
á þessum óvenjulegu tímum.
Það sem ég vildi leggja aðaláherzlu
á í fyrra erindinu er það, að svo að
segja hver sem er getur með náms-
flokkafyrirkomulaginu bætt sér upp
það, sem honum finnst mest ábóta-
vant um þekkingu sína og skóla-
menntun.
f síðara erindinu geri ég ráð fyrir
að gæta muni töluverðrar gagnrým
á skemmtanalífinu eins og það er nú,
og jafnframt bent á hvernig mætti
betur fara í þeim efnum.
Ungur leikari
úr Hafnarfirði, Sveinn V. Stefáns-
son, les upp smásögu eftir Guðmund
Kamban 3. okt. Að sögn þeirra er til
þekkja er hér á ferð efnilegur ungur
maður, og nýr í útvarpinu.
10
ÚTVTRPSTÍÐINDI