Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 8
Óskir almennings. Fjölmargar raddir hafa því heyrzt á al- mennum vettvangi, einnig í blöðum og tímaritum, um þörf á útgáfu allskonar útvarpsefnis. Við undirritaðir, sem 2—3 síðastliðin ár höfum annars vegar verið í náinni samvinnu við útvarpið og dagskrár- stjóm þess, en hins vegar haft samband við fjölmarga hlustendur um land allt, gegnum Útvarpstíðindi, höfum sérstaktega orðið varir við þessar óskir um prentun útvarpsefnis. Eftir talsverða íhugun höfum við því ráðizt í útgáfu erindasafns, sem hefst með hefti þessu. Hyggjum við, að hér sé lagður grundvöllur að miklu rit- verki í framtíðinni, sem ekki einungis fái viðurkenndan tilverurétt, heldur verði skoðað sem eðlilegur, veigamerkur þáttur í bókmenntastarfsemi þjóðarinnar á hverj- um tíma. Höfundar verða margir og efnið valið með tilliti til gagnlegrar hugsunar og skemmtunar í senn. í þessari greinargerð fyrir útgáfunni vilj- um við skýra frá hvaða efni verður birt á þcssu ári og fram á næsta ár, til þess að lesendur geti sjáifir ályktað, hverl stefn- ir og hverjar hugmyndir ritstjórn verks- ins hefur um útgáfuna í framtíðinni. Erind- in verða gefin út í heftum, en stærð hvers heftis takmarkast af efni eða erindaflokk- um höfundar. Verða heftin sett í töluröð, þó að ekki megi hér reikna með venjulegu tímaritsformi, þar sem tvö, þrjú eða fjög- ur hefti komi árlega. Hér er af ótæmandi efni að taka, útgáfan er því háð undirtekt- um og mun betur uppfylla óskir fóiks, ef viðtökur verða góðar oc ritið ke.ypt og lesið. Við köllum ritið Erindasafnið, en þó skal þess getið, að nafnið er ekki bindandi og má vera, að ýmislegt armað en erindi verði gefið út í safninu, svo sem sagnaþættir, útvarpsleikrit, sögur og ljóð. Auk þess höf- um við frjá'sar hendur í vali; ef við óskum ákveðins efnis, munum við reyna að fá það unnið. Fyrstu heftin. Við teljum, að með íslenzku erindum Björns magisters Sigfússonar sé vel af stað farið. Björn er orðinn einhver allra vin- sælasti maður, sem í útvarpið kemur. Fylg- ist að hjá honum gagnsemi og skemmti- legur flutningur, og fræðimennsku hans efar enginn. íslenzku skýringar hans hafa komið lyftingu í samræður manna, svo að gera má ráð fyrir, að 'máli Björns vérði ekki síður tekið vel á prenti. í næsta hefti verða Ferðasögur Guð- mundar prófessors Thoroddsen. Eins og al- kunnugt er safnar hann fólki að viðtækj- unum í hvert sinn, er hann flytur mál sitt. Hann er glöggur og skemmtilegur athug- andi á ferðum sinum og blæs fjöri i alln frásögu. Þessu næst verða gefin út Indversk trú- arbrögð eftir séra Sigurbjörn Einarsson. Höfundur þessara erinda er allra íslend- inga kunnastur hinum fjarlægu, en |)ó ná- lægu, austrænu trúarbrögðum. Hann hefur í þessu riti dregið saman hina djúpu lífs- speki ævarfornrar mcnningarþjóðar og fært hana í látlausan búning handa is- lenzkum lesendum. I þessu riti er leiðar- ljós fyrir hugsandi menn og leitandi út yfir hversdagsleikann, úf þrasinu í kyrrðina, frá hávaða styrjaldarinnar til rósemi hinnar þögulu íhugunar, sem laðar menn lengra og lengra, þegar þeir hafa gefið sig henni á vald. Styrjaldarsaga. Þá skal geta stórvirkis, er við erum þeg- ar farnir að úndirbúa sem lið í útgáfu þess- ari. Það er Saga styrjaldarinnar og her- náms íslands. Verður það verk unnið af mörgum mönnum og á löngum t.íma, en þó hyggjum við, að á næstunni geti fyrstu heft in af þeirri sögu komið út. Það er hér um að ræða efni, sem menn vilja gjarnan sjá og heyra, skal gerð grein fyrir efnishögun og störfum vig ritið. Eftirtaldir menn og ef til vill fleiri munu starfa að ritinu: Sverrir Ki'istjánsson sagnfræðingur, Jón Magnússon fréttastjóri, Axel Thörsteinsson rithöfundur, Gunnar M. Magnúss. Tillag Sverris er fyrst og fremst erindi hans um Versalasamningana og sambandið milli hinna tveggja heimsstyrialda. Axel, Jón og Sverrir munu eiga hlutdeild í hinni er- lendu styrjaldarsögu, en Gunnar tekur sögu hernámsins á Islandi. Má af yfirliti 8 ÚTVTRPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.