Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 11
Björn Franzson „þýðir og endurseg- ir“ 4. október. Nýskipun skólamála nefnist erindi sem Steinþór Guð- mundsson, kennari flytur 6. okt. „Það var upphaflega samið“, segir hann, „að tilhlutun nefndar sem Sam- band íslenzkra barnakennara hafði sett á laggirnar til þess að athuga af- stöðu barnaskólanna til hinna æðri skóla' Og flutti ég það á sínum tíma á kennarafundi hér í Rvík. í erindinu er gagnrýnt það skipu- lagsleysi sem ríkir í skólamálum hér á landi og bent á leiðir til að bæta úr því. Það yrði of langt mál að skýra frá því nánar. Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að flytja þetta mál í útvarpinu einmitt nú, samtímis því sem bornar eru fram á Alþingi í frumvarpi tillög- ur sem miða í sömu átt.“ IJr kvæðum Frödings. Frú Soffía Guðlaugsdóttir leikkona les á laugardagskvöldið 9. okt. Fröd- ing var eitt af öndvegisskáldum Svía og hefur orðið mjög vinsæll hér á landi af prýðilegum þýðingum Magn- úsar Ásgeirssonar, en hann hefur þýtt meira eftir hann en nokkurt annað skáld. „Það var kátt hérna eitt laugar- dagskvöldið á Gili“, er um þessar mundir á allra vörum og hafa Útvt. fengið margar óskir um að birta það 11. oktober syngur frú Davina Sigurðsson skozk þjóðlög. Söng- og tónlistarunnendum er það ætíð fagnaðarefni að hlýða á hana í útvarpi. Páll Halldórsson organleikari leikur 13. október á orgel Fríkirkjunnar ensk lög eftir nú- tímahöfunda. Páll er söngstjóri Hall- grímssóknar, vel menntaður og smekkvís tónlistarmaður. Spurningar og svör. 14. október hefst á ný hinn vinsæli útvarþsþáttur Björns Sigfússonar um ísl. mál. Ekki þarf að hvetja fólk til að hlusta á hann. Laugardagskvöldið 16. okt. Samkvæmt síðustu fréttum munu menn þá eiga von á skemmtilegu kvöldi í líkingu við svonefnda „kvöld- vöku í útvarpssal“ er var fyrir stuttu og þótti hin ágætasta. Mun nú sem þá verða margt til gleðskapar og skemmtunar. ÚTVARPSTÍÐINDI 11

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.