Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Blaðsíða 7
Nýtt rit hefur göngu sína á vegum Útvarpstíðinda og fá kaupendur þess það með kostakjörum. Fyrstu beftin flytja Islenzkuerindi Björns Sigfússonar magister, Ferðaþœtti Guðmundar Thoroddsens prófessors, Frá Vin til Versala eftir Sverri Kristjáns- son sagnfrœðing, og Indversk trúarbrögð eftir séra Sigurbjörn Einarsson. Oí't hefur þeim tilmælum verið beint til aðstendenda Utvarpstíð- inda, bréflega, munnlega og á prenti,- að þeir hæfust handa um birtingu ýmissa útvarpserinda, er menn hafa hlýtt á, en óskað að fá á prent. Hafa mörg rök verið fyrir því færö að til þessa bæri mikla nauðsyn, svo að full not yrðu aö hinum merkustu erindum, sem futt hafa verið í útvarpið. Nú getum við flutt lesendum Út- varpstiðinda þær fagnaðarfréttir, að um miðjan næsta mánuð hefur slíkt ritsafn göngu sína og leyfum við okkur að birta hér á éftir for mála þessarar nýju útgáfu: Formáli Erindasafnsins. Ekki verður því með rökum neitað, að útvarpið íslenzka hafi boðið margt hið bezta, sem völ hefur verið á hverju sinni. Það hefur haft á vegum sínum mjög marga af ritfærustu og málsnjöllustu mönnum þjóðarinnar. Útvarpið hefur le.vst úr læð- ingi fjölmarga hugsun, sem ella hefði leg- ið í þagnargildi, en fyrir tilhlutun þess orð- ið til gagns og gleði, og þegar bezt lætur til alþjóðar-vakningar. Útvarpið hefur haldið uppi fræðslu um íslenzkt mál, með erindum, kennslu og orðaskýringum í spurningaformi. Árang- urinn hefur orðið sá, að fólk er að vakna til nýrrar vitundar um móðurmálið, það rökræðir málvenjur, talshætti, forn orð, útlendar slettur, sem sagt hugsar um tung- una og meðferð hennar. Og er slíkt ekki fyrsta sporið til sannrar viðleitni? Mörg erindi hafa verið ílutt um landið okkar, byggðir þess og óbyggðir. Hver hefði sam- ið ferðasögur með héraðalýsingum, mann- lýsingum, frásögnum um atvinnuhætti, vinnubrögð, menningarlíf og skemmtifýrir- brigði, er gestsaugað greinir, ef útvarpið hefði ekki verið til að koma því til eyrna fjöldans? Hver hefði samið alþýðlegar greinar um landafræði, efnafræði, sálar- fræði, trúfræði, sagnfræði, grasafræði o. fl. án útvarpsins? Jú, að vísu hefði ýmislegt af þessu verið ritað í blöð og tímarit, en á allt annan veg. Margt af því, sem flutt hefur verið i útvarpið, rataði beina leið að hjarta fólks- ins, kveikti þar fróðleiksneista, og varp- aði ljósi yfir vegleysur. En orðið, sem berst á ljósvakanum til eyma okkar í kvöld, er horfið út í eilífan bláinn í sömu andrá, — það hefur komið og vakið hugsun, en þegar til á að taka höfum við ekki höndlað nema lítinn hluta þess. Þessa verða menn iðulega varir, þeg- ar þeir hafa hlustað á efni, sem þeim er kærkomið og hugljúft. Menn vilja endur- nýja sambandið við hugsun höfundarins. Þess vegna vill *fólk endurtekningar, eða fá i hendur efnið til lesturs. Segja má, að hvaða efni sem er, krefjist sömu lögmála og ljóðið og lagið, sem hrífur hlustandann. Hljómbrot og lausar ljóðlínur syngja undir hversdagslega í huganum, þangað til mað- ur hefur fyrir endurtekningar, ef til vill margar, öðlast ljóðið og lagið og eignazt óforgengilega fjársjóði. Þessu er líkt farið um hvers konar viðfangsefni í erindum, sögum og leikritum. ÚTV ARPSTÍ ÐINDI 7

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.