Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 6
fórnaði ég höndunum til himins, þrýsti
handleggjunum fast að eyrunum og lét
mig síga, eins og ég hafði séð liina gera.
Og þar með var ég kominn fyrsta stig-
ið á braut ketilhreinsara, — niður í ket-
ilholið.
Félagarnir höfðu dreift sér um ketil-
inn, ég sá þá kipra sig í kuðung, skríða á
kviðnum og ánast áfram. Og þeir létu
sig síga niður í myrkursvelginn fyrir
neðan, en þar var pípa við pípu, rör við
rör, og þar voru sívalningarnir, sem um-
luktu eldhólfin.
Mér var skipað út undir stjórnborðs-
megin, og ég skildi eftir pati eins félag-
ans, hvar ég ætti að byrja, fékk ljós á
kcrtið mitt og skreiddist aumkvunar-
lega í áttina. Ég hafði ekki verið mínútu
lengur þarna niðri, þegar ég lofaði mér
því hátíðlega, að þetta skyldi vera fyrsti
og síðasti dagurinn, sem ég ynni í þess-
ari prísund.
Þessi ketill var heljarbákn, tugþúsund
lítra gímald, en alsettur rörum, svo að
hvergi varð smeygt sér, nema skríðandi,
og þó rneð hörku. Rörin voru svo heit,
að livergi var hægt að vera kyrr stund-
inni Iengur og svækjuþrungið loftið
deyfði* hugsun og mátt. Það var sízt
furða, þó að loftið væri drepandi, því að
hér hafði sjóðvellandi vatnið leikið fyrir
stundu og brennandi gufan þrýst að
ketillokinu, en eldhólfin vílísglóandi
undir. A meðan vélin er í gangi er ket-
illinn hartnær fullur af sjó og þar mynd-
ast gufan, sem með undraafli knýr vél-
arnar.
Innan í ketilinn sezt eitilhörð salt-
skán og ryklag, sem síazt úr sjónum. En
verði saltskánin svo þykk, að ketilvatn-
ið haldi ekki járninu í þolanlegu hita-
ástandi, ])á er' voðinn vís. Þá rifnar járn-
ið við liina síglóandi kyndingu, — það
106
verður ketilsprenging. Og hver getur
sagt um, hversu mörg slys hafa orsakast
af ketilsprengingu úti á höfunum.
Nú er það verk ketilhreinsarans að
berja þessa eitilskán af hverju röri,
hverri plötu, hverjum naglahaus, hverj-
um teini. Og þó að ekki hrökkvi naglar-
stærð undan hverju höggi, þar sem ó-
kleift er að lyfta klöppunni, skröpunni
eða hamrinum nema í spannarhæð, þá
verður að láta höggin dynja eitt á fæt-
ur öðru, tugi, hundruð, þúsund á hvern
fermetra, síðan skrapa og bursta, því að
fáir menn þurfa að hafa eins lireina sam-
vizku og ketilhreinsarar. Iíversu lítils-
megandi væri bæn til drottins fyrir
skipshöfn, sem léti í haf. á eimskipi með
svikna ketilhreinsun.
Mér varð skjótlega ljós þessi ógnar-
ábyrgð, sem í starfi okkar lá, ekki sízt,
þegar ég fékk sífelldar aðfinnslur frá fé-
lögunum, sem voru orðnir fagmenn í
starfinu og máttu ekki vamm sitt vita.
Það var djöfuls glamur og barsmíð um
allan ketilinn, en allt í einu reif sig ein-
hver rödd upp úr hamraglymjandanum
og skipaði öllum að hætta.
— Takið þið við draslinu, — ég sit
fastur milli röra.
Kertin bráðnuðu og runnu óðlega nið-
ur í vírhengslunum, bognuðu út af og
lyppuðust niður. Eftir fáar mínútur
skreiddumst við á víxl upp um ketil-
opið, undir bert loft, til þess að þerra af
okkur drjúpandi svitann og svelgja svalt
morgunloftið. Svo skriðum við aftur nið-
ur.
Og það var eins og guðsgjöf að fá
kaffitímann. Við sátum á tvístringi á
ristunum yfir vélinni, tókum að sötra
kaffið og maula brauðið.
Félagarnir voru allshugar glaðir, köst-
uðu gamanyrðum og hnútum, — einn
ÚTV ARPSTÍÐINDI