Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Page 12
Hljóðneminv.
Eitis og i'lestum er kunnugt, setja tal-
fœrin loftið í sveifluhreyfingu, þegar ta 1-
að er. l>essar loftsveiflur, scm nefndar
eru hljóðbylgjur, berast í allar áttir frá
hljóðgjafanum, — ræðumanninum —, og
þegar þær ná cyrum áheyrendanna, faru
hljóðhimnur þcirra að litrn í takt við
hljóðbylgjurnar.
llljóðneminn er eyra útvarpsins. — í
honuin er venjulega hljóðhimna eins og
í mannseyranu, og þegar hún fer að titra.
myndast rftfmagnssvciflur í hljóðneman-
um, og þessar rafmagnssveiflur eru í al-
gjöru samræmi við loftsveiflurnar, er or-
sökuðu titring hljóðhinmunnar.
Til eru margar mismunandi gerðir af
hljóðnemum, en öllum er þeim sameig-
inlegt, að þeir breyta loftsveiflum í raf-
magnssveiflur. Til dærnis er kolahljóð-
neminn þannig gerður, að í honum er
dálítið hólf með kolasalla. í gegnum
þennan koiasalla er lciddur veikur raf-
magnsstraumur. Hljóðhimnan myndar
einn vegg hólfsins, og þegar hun titrar,
þrýstist kolasallinn mismunandi mikið
saman, og orsakar það breytingar á raf-
magnsstraumnum í gegnum hann. Þess-
ar straumbreytingar eru alveg í takt við
titring hljóðhimnunnar. Illjóðbylgjurn-
ar eru orðnar að rafmagnsbylgjum. Kola-
hljóðneminn var mikið notaður um eitt
skeið, en nú hafa aðrar og betri gerðir
hljóðnema, útrýmt honum að mestu frá
útvarpinu, en hjá símanum er hann mik-
ið notaður enn í dag.
Spóluhljóðneminn (dynamiski hljóð-
neminn), sem nú er mest notaður víð út-
varpið hér, ér af sams konar gerð og gell-
ar í útvarpsviðtækjum, og mun bygg-
ingu þeirra nánar lýst, þegar að þeim
kemur. Prh.
Sigurður Thorlacius.
CARCOT VIÐ SUÐURPÓL
Sigurður Thorlacius skólastjóri, hefur skrifnð
bók um hinn fræga franska vísindamann J. B.
Charcot, sem fórst liér við land arið 1936. Sigurður
hefur stuðst við dagbækur dr. Charcots, sem gefn-
ar hafa verið út á frönsku og hlotið miklar vin-
sældir. Mun verða lesið úr bókinni í útvarpið
á næstunni. — Sig. Thorlacius segir svo í for-
mála: „Hvert mannsbarn á Islandi ætla ég að hal'i
heyrt söguna um hctjudnuða sægarpsins og vís-
indamannsins frakkneska, sem á dauðastundinni
lagði sig í líma til að bjnrga ungum máfi úr búri.
Skipið hans er strandað á skeri um hánótt undan
vesturströnd íslands I einhverju hamólmnsta ofsa-
roki sem komið ligfur hér í manna minnum. Vábyl-
urinn öskrar og hver mnður á l'ullt í fangi með
að halda sér, þegar þykkir brotsjóir skella yl'ir og
skipið hnökrar og kastast til á i'lúðunuin, en dauð-
inn lílakkar á næstu bylgjukollum yfir öruggri
bráð. Endalokin eru auðsæ. En öldunguriun á
stjórnpallinum, sextíu og níu ára gamall, hvítur á
hár og skegg, veit um eina lífveru um boi-ð, sem
getur bjargazt í brimrótinu. Það er vinur hans
máfurinn, sem lokaður er í búri undir þiljum. Og
virðing hans og ást á lífinu, h’fi smælingjans og
skynleysingjans, á öllu sem lifir, nær út yfir dauða
sjálfs hans. Niður undir þiljur staulast liann á-
kveðinn á svip og viröulegur eins og endranær, og
litlu síðar er máfurinn frjáls og flýgur út í sort-
ann, en skipið liðnst í sundur og mennirnir drukkna
— allir nema einn.
112
ÚTVARPSTÍÐINDI