Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Page 15
víðar sé leitað, einkum fyrir |>að, að
hann sameinar leik, óperu og ballett, auk
þcss, að hann liefur haft afburða leik-
kröftum á að skipa. Að loknu námi var
Lárus ráðinn þar leikari. Fékk hann
brátt ábyrgðarmikil hlutverk, en tók
jafnframt, ásamt 8 öðrum leikurum, að
leika upp á eigin spýtur á leiksviðþ sem
heitir Riddarasalurinn. Settu þeir þar
mörg stór leikrit á svið, m. a. eftir Shake-
speare.
— Fyrstu hlutverkin, er ég fékk sem
fullvcðja leikari í Konunglega leikhus-
inu, voru í leikritum eftir norska skáldið
Nordahl Grieg, segir Lárus. — Ég lék
fyrs't í Vor ære og vor makt og síðan í
Nederlaget, cn það síðarnefnda finnst
mér vera bezta leikritið, sem skrifað
hefur verið á Norðurlöndum eftir Ibsens
daga. Við bíðum bara eftir Þjóðleik-
húsinu okkar til þess að geta tekið Ne-
derlaget til meðferðar. Ég átti vitanlega
kost á því, að halda áfram að starfa
sem leikari í Danmörku, en eftir að stríð-
ið skall á, var eins og einhver dauð hönd
legðist yfir allt, einkum eftir hernámið,
■svo að ég hélt heim með Petsamóförun-
um 1940, eftir (i ára dvöl í Danmörku.
— Hvernig var svo að koma heim
og taka hér til starfa?
— Það er fullt eins gaman að starfa
hér heima. Hér er svo margt að vinna
og mörg verkefni óleyst. Hér starfar leik-
hús, sem hefur verið rekið af svo gífur-
legum áhuga, að einsdæmi munu vera
og ósambærilegt við leiklistarstarfsemi
mcðal annarra þjóða. Flestir leikarar
okkar verða að vinna fyrir brauði sínu
með skrifstofustörfum eða öðru og æfa
að kvöldlagi eða á næturþéli. Ilér er það
ekki baráttan við viðfangsefnin, sem
leikstjórinn á við að stríða, heldur tog-
streitan um tíma fólksins og húsnæðið.
Þessi barátta reynist hér örðugri en hið
listræna, en ætti að vera öfugt. Þegar
leikkraftarnir hafa verið leystir úr læð-
ingi, losaðir úr skrifstofunum. getur þetta
Iagazt, fyrr ekki.
■Ymsir menn, sem liafa sýnt áhuga fvr-
ir leikhúsmálum, hafa einblínt á Þjóð-
leikhúsið, en látið leikarana liggja milli
hluta. En hvað er leikhús án leikara?
Hið listræna verður ekki leyst með leik-
húSsbýggingunni, þótt hún sé nauðsyn-
leg, heldur með því, sem þar fer fram.
A því veltur, hvort hægt verður með
réttu að ræða um Þjóðleikhús Islands.
Það er. alltaf verið að skamma Iðnó
gömlu og gera lítið úr henni sem leik-
húsi. Það er að vísu rétt, að Iðnó er
lítil og þar fer illa um áhorfendur, en
það er alls ekki húsið Iðnó, sem hefur
vcrið þröskuldur í vegi leiklistarinnar,
þvert á móti. Ef við hefðum full ráð yfir
slíku húsi og frjálsa leikara, þá væri við-
horfið allt annað en það hefur sýnt sig
undanfarið. Hitt er svo annað mál, að all-
ir fagna Þjóðleikhúsinu; en þegar það
kemur á fólk skilyrðislaust að heimta
það bezta, sem völ er á.
— Ilvað viljið þér segja um leikrita-
flutninginn i útvarpinu og starf yðar við
útvarpio?
— Leikarar munu almennt hafa fagn-
að því, að núvérandj útvarpsráð hefur
hug á að. gera þennan útvarpslið betri
og stærri en undanfarið. Með þessari
skipulagningu kemst allt í fastari skorð-
ur, hver leikari veit, hvað hann á að
leika, og hvenær. Við þetta skapast önn-
ur vinnuskilvrði. einnig fjölbreytni og
stíll meiri en ella. Um útvarpsleikrit hef
ég að öðru leyti þessar skoðánir: Ég held,
að fyrsta skilyrðið fyrir útvarpsleikrit sé
einfaldleikinn. Þá álít ég, að músík í út-
varpsleikjum eigi að vinna sama lilut-
tÍTVARPSTÍÐINDI
115