Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Qupperneq 3

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Qupperneq 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 27 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 50. Sími 5046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. VJtgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað í lsafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Páll hveður SAMKEPPNIN UM LAGA- KUNNÁTTUNA EINN VINSÆLASTI þátturinn í útvarpinu, „Takið undir“ og þjóð- kórinn, verða lagðir niður í þeirri mynd, sem þeir hafa verið, en eitt- hvað mun koma í staðinn, þó að enn sé ekki ákveðið hvernig það verður. — Páll Isólfsson, stofnandi þáttar- ins og þjóðkórsins, kvaddi 1. þessa mánaðar, en jafnframt gerði hann grein fyrir úrslitum í samkeppninni um það, hver kynni flest lög, en langt er nú liðið síðan efnt var til þessarar samkeppni. Útvarpstíðindi fengu hjá Páli ræðu þá, sem hann flutti í síðasta þætti, og fer hún hér á eftir: „Þegar ég í stríðsbyrjun hóf þátt- inn „Takið undir“, vakti það fyrir mér, að varðveita þyrfti öll þjóðleg verðmæti, þar á meðal ættjarðarljóð- in. Hætta var á, að hin erlendu á- hrif yrðu mjög mikil, einkum á æsku- lýðinn. Þess vegna, og aðeins þess vegna var þessi þáttur hafinn í út- varpinu, á þeirn alvörutímum, sem þá stóðu yfir á íslandi. Mér finnst nú, að æskan og allur almenningur í landinu hafa staðið sig vel, og betur en vænta mátti. Og þó mikið hafi verið talað um ,,ástand“ í ýmsum efnum, þá hefur það víst sízt verið betra í öðrum löndum en hér. Og mér finnst við hafa sloppið tiltölu- lega vel. Ég hef þá trú, að söngþátt- urinn okkar hafi haft góð og heilla- rík áhrif, og vakið marga til um- hugsunar um, hvað þeir áttu dýrast, og að varðveita ætti hin þjóðlegu verðmæti. Vegna þess, hversu mikil þátttaka mér virtist vera í söngnum, datt mér í hug að efna til samkeppni um það, hver kynni flest lög. Miðað var við sönglög, og þá lagið sjálft, en ekki undirraddir, og svo átti að minnsta kosti að fylgja eitt erindi hverju lagi. Þetta þótti sumum „hasarder- að“, eins og þeir komust að orði. Og mér var það vel ljóst, hverjir erfið- leikar væru á að hafa eftirlit með því, hvað fólk kynni, jafnvel þó það gæfi það nákvæmlega upp. En ég hugsaði sem svo: Fólk er flest svo heiðvirt, að það skrökvar ekki til um þessa hluti, og svo mun fljótt koma í ljós við rannsókn og ná- kvæma prófun, hvað klukkan slær. Menn sýndu mikinn áhu'ga fyrir

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.