Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Síða 9

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Síða 9
ÚTVARPSTIÐINDI 33 £kilhaÍu? £máAaya ÞAU HÖFÐU gengið niður Ox- fordstræti, hönd undir hönd, en Hann, en ekki hún, hafði átt hug- myndina fyrir þessum hatti. „Hvernig lízt þér á þann svarta?“ spurði hann. „Hann myndi fara þér alveg ljómandi vel“. Varir hennar skulfu. Þetta var eitt af því marga, sem henni þótti svo vænt um hann fyrir. Það, að hann skyldi alltaf hafa mikinn á- huga fyrir því, í hverju hún væri. Henni fannst hún verða oft ung í annað sinn, þó að innst inni fyndi hún fyrir ellinni alltaf betur og betur. „Já. Já, hann myndi fara vel, — heldurðu það ekki?“ Hún forðaðist vandlega að mæta augum hans, til þess að hann sæi ekki þær tilfinn- ingar, sem skinu út úr hennar aug- um. ■— Þau fóru inn í verzlunina. Af- greiðslumaður kom fram, og Helen lýsti fyrir honum hattinum. Hann var í glugganum. Hún óskaði þess nú, að þau hefðu aldrei komið inn í búðina. En Greg hafði viljað það. Hann hafði endi- lega viljað gefa henni eitthvað. — Skilnaðargjöf kallaði hann það. Bros skein úr bláum og barnsleg- um augum hans. Hún var dálítið hissa á því í fyrstu. En hvers vegna tytir 3an S. Oo skyldi hún vera það? Hvers vegna ^etti hún að vera hissa á því, spurði hún sjálfa sig, þegar hún var að setja upp hattinn á grátt hárið. Hún hafði alltaf klætt sig samkvæmt tízk- unni. Hún sá sjálfa sig í anda unga, og hún sá sjálfa sig í speglinum í hatta- búðinni, ekki í dökkri dragt, heldur í brúðarklæðum. Brosandi ánægju- lega í örmum Gregs. Þeir sögðu að minnsta kosti, að hún hafi litið þann- ig út. Hún hafði aldrei hugsað neitt um það, hafði ekki kært sig neitt um það. Hún hafði verið svo ákaf- lega hamingjusöm. Eftir fimm mínútur voru þau komin út á götuna aftur, út í sól- skinið, og þegar Greg hafði litið á úrið sitt, þá stakk hann upp á því, að þau fengju sér te. „Ég veit um stað“, sagði hann. Það var niðurbæld ákefð í augum hans, sem hún ekki skildi. „Þú munt kunna við þig þar“. Þetta var ósköp venjulegt, lítið kaffihús í hliðargötu í Oxfordstræti. Hann pantaði fyrir þau bæði og hall- aði sér svo makindalega í stólnum. Hann sagði ekki eitt einasta orð, en leitaði að höndum hennar yfir borðið. Hún bað, til Guðs, að hún færi ekki að gráta á meðan hann væri hjá henni.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.