Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Qupperneq 4

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Qupperneq 4
412 ÚTVARPSTIÐINDI það, að hér sé um ágætis efni að ræða, að strax með fyrsta þættinum hafi Páli tekizt að ná eyrum hlust- endanna og vekja áhuga þeirra fyr- ir framhaldinu. Páll má vera viss um það, að það verður mikið hlustað á þætti hans í vetur. Gísli J. Ásþtórsson blaðamaður mun hafa verið ráðinn til að flytja þáttinn „Heyrt og séð“ fjórum til fimm sinnum til að byrja með — og er ekki nema eðlilegt, að útvarpsráð; vilji reyna menn í þáttunum. Út- varpstíðindi brita nú fyrsta erindi Gísla, en að dómi þeirra var erindið ágætt og flutningur ákjósanlegur. — Fleiri menn munu og koma fram í þessum þætti, en vafasamt er, að það sé þó heppilegra, heldur en að fela einum og sama manni að sjá um hann. Vel má vera, að Jónas Árna- son komi aftur innan skamms, en af sérstöku óheppilegu tilefni hafa stað- ið deilur um Jónas undanfarið. Ein tilraun hefur verið gerð til að taka aftur upp þáttinn „Lög og létt hjal“. Vægast sagt, tókst fyrsta til- raunin ekki vel. Það er vel hægt að fara með gamanmál, án þess að seil- ast mjög langt niður fyrir almennt velsæmi, en það var gert með þess- um þætti. Hins vegar verður að játa, að ekki má fordæma menn með nýja þætti strax í upphafi. Þeir eru að „prófa sig áfram“, eins og þeir segja sjálfir, og vonir standa til að reynsl- an kenni þeim margt. Fyrsti þáttur- inn hjá Friðrik Sigurbjörnssyni mun þó hafa valdið mörgum hlustendum vonbrigðum. Hefur Útvarpstíðindum borizt nokkuð af bréfum sem sýna, að hlustendur eru reiðir yfir þættin- um. Ef til vill þegja hinir ánægðu, en það er venjan, að þeir þegi, en oooooooooooooooooooo RÍklSIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita AÐ ALSKRIFSTOF A ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra er 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998 ÚTVÁRPSRAÐIÐ (Dagskrástjórnin) hefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til við- tals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN nnnast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. — Fréttaritarar eru i hverju héraði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Aualýsinga- sími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVAP.PSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeining- ar fræðslu um not og viðgerðir við- tækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heimsins. Rikisútvarpið. €>0000000000000000000

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.