Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 5
ÚTVARPSTIÐINDI
413
Gunnlaugur Briem, verkfrœbingur
Svar enn til Pétu rs Péturssonar
ÞEGAR ÉG ritaði síðustu svar-
grein mína við ádeilum Péturs Pét-
urssonar útvarpsþuls, hafði ég ekki
hugsað mér að svara frekari skrif-
um hans varðandi stálþráðartækið,
þar sem skoðanamunur okkar hafði
verið skýrður, ef til vill með óþarf-
lega mörgum orðum. Nú hefur Pét-
hinir óánægðu rísi upp á afturlapp-
irnra með gagnrýni sína.
Þá er ótalin ein merkasta nýung-
in, ef miðað er við óskir fólksins
bæði hér í Reykjavík og úti um land,
en það er útvarp danslaga frá Hótel
Borg. Verður þetta að öllum líkind-
um á fimmtudagskvöldum í vetur.
Mun ungt fólk fagna þessari ný-
breytni, en útvarp frá gildaskálum
er algengt erlendis og ákaflega vin-
sælt.
Þær kvöldvökur, sem verið hafa
síðan vetrardagskráin hófst, hafa
þótt mjög góðar. Eins og sagt var í
síðasta blaði, mun svipur þeirra
verða hinn sami í vetur og undan-
farna vetur, og er það trygging fyr-
ir því, að enn sé langt frá því þurr-
ausinn brunnurinn, sem fólk vill
helzt drekka úr á kvöldvökum. —
Frá leikritunum í vetur mun verða
skýrt nánar í næsta blaði, því miður
er ekki hægt að gera því efni skil
fyrr.
ur Pétursson birt nýja ádeilugrein
á mig í 16. tölublaði Útvarpstíðinda
og er nú víða gripið niður — fjar-
vera frá magnarasal, kaup ónýtra
tækja, fiðlukaup, gjaldeyri til teikn-
inga útvarpshúss, reisukostnaður og
margt fleira.
Það er frekar óskemmtilegt að
ræða við menn, sem virðast hafa
þann tilgang einan að leita í öllum
krókum að árásarefnum á samstarfs-
menn sína, og ef þau finnast ekki
nægileg, eru þeir sakaðir um óvið-
komandi mál eða það er gripið til
skáldskapargáfunnar.
Þannig er það til dæmis uppspuni,
að ég hafi keypt ónothæft enskt stál-
vírstæki fyrir 10 þúsund krónur. Til-
efni það, sem notað er í þessa sögu,
er sennilega það, að í ferð sinni til
Bretlands á síðasta vori var útvarps-
stjóra boðið nýtt stálvírstæki fyrir
útvarp og kom það hingað, en var
strax sent aftur til verksmiðjunnar
af því að tóngæði þess voru enn lak-
ari en hinna amerísku tækja. Tækið
kom hingað án minnar tilstilli eða
vitundar, og er þetta ekki sagt af
því, að ég telji neitt við það að at-
huga, að útvarpsstjóri ráðstafaði
tækinu hingað í ferð sinni í stað þess
að bíða eftir samráði við mig.
Þulurinn ræðir um einhverjar ó-
nafngreindar smábreytingar, sem ég
hefði synjað um af því að þær væru