Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Page 9

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Page 9
ÚTV AHPSTÍÐINDI 417 mikið. ... En um það get ég ekkert sagt. Hitt veit ég, að Austurstræti og Bankastræti og Laugavegurinn eru nú ekki aðeins tengibrautir Vestur- og Austurbæjar. Þetta eru orðin geysimikil borgarstræti. Þarna er að- alpósthús landsins — ónóg að stærð að vísu, en þó sú póststofan okkar, sem nýtur þess vafasama heiðurs, að verða fyrir ónotum oftar en flestar aðrar pólitískar ríkísstofnanir þessa lands. — Þarna er hið fræga hús Reykjavíkurapóteks, sem Færeying- ar tveir í sögunni góndu sem lengst á, þar til annar þeirra fékk stunið upp: Allan skrattann geta Islend- ingar. 0g þarna eru bankarnir. Þarna eru Landsbankinn og Útvegsbank- inn og Búnaðarbankinn — Lands- bankinn, sem skiptir um byggingar- stíl eftir því hvaðan er horft á hann, Útvegsbankinn þungur og dimmur en traustur á að líta ... og svo bless- aður Búnaðarbankinn í Jakobsens- verzluninni gömlu, rétt við hliðina á nýja húsinu sínu, sem gnæfir upp úr, eins og tröllvaxin drottning inn- an um tötraleg gamalmenni. Sú glæsi- lega höll er nú orðin svo litskrúðug, að mér er sagt, að gárungarnir séu farnir að kalla hana steinrunna mál- verkið hans Kjarvals. Þarna í Austurstræti er þunga- miðja Reykjavíkur. Eins og Reykja- vík er orðin miðpunkturinn í ís- lenzku þjóðlífi ... eins er Austur- stræti — þessi litli og þröngi götu- stúfur •— orðið þungamiðja borgar- lífsins ... Því í Austurstræti er slag- æð höfuðborgarinnar ... Ég hef oft velt því fyrir mér, hversu margir af þeim þúsundum, sem daglega leggja leið sína um strætið, hafi uppgötvað músík þess. Hversu margir þeirra, sem rölta dapurlega með víxlana sína inn í Landsbankann og Útvegsbankann, eða tína fram dýrmætu skömmtun- arseðlana í Austurstrætisverzlunun- um, hafi gefið sér tóm til að hlusta á bílana og fólkið, sem þarna er á ferð. Það eru til dæmis blaðasölustrák- arnir. Engin stórborg getur verið án þessara smávöxnu verzlunar- manna. „Vísir, Morgunblaðið, Þjóð- viljinn og Alþýðublaðið", hrópa þeir . .. og svo pota þeir fram óhreinum lúkunum og mæna framan í mann, meðan fimmtíu aurarnir eru taldir fram... Ég gerði mér það til gamans um fjögurleytið í fyrradág, að horfa í örfáar mínútur á einn þessara stráka. Hann vár ósköp lágvaxinn og kútslegur, greyið litla, en hann var sannarlega ekki af baki dottinn þar sem viðskiptavinirnir áttu í hlut. Hann var bókstaflega alls staðar í einu. Hann þaut eins og örskot yfir á Landsbankahornið, smellti þar blaði í hendina á.einum af þekktari borgurum bæjarins, trítlaði svo eins og óþolinmótt afmælisbarn allt í kring um hann meðan hann tíndi fram peningana ... og — einn, tveir, þrír — hann var byrjaður að af- greiða tvo menn í einu við hornið á Reykjavíkurapóteki ... „Fljótur nú“, er aðalorð þessara stráka og „Fljótt nú“ er boðorð Austurstrætis. öllum liggur á. Ég veit ekki hvern- ig á því stendur, en mér er sama hvort það er gamalt fölk eða ungt —

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.