Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Page 11

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Page 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 419 Kex og sápu og skófatnað framleiðir hún ... og svo auðvitað leikföng handa börnunum ... Og vinnufata- gerðirnar reykvísku munu nú þvínær hafa útrýmt öllum erlendum keppi- nautum, auk þess sem borgin leggur til sinn skerf af þeim tækjum, sem landsmenn þarfnast helzt til að stunda aðalatvinnugreinar sínar ... Og svo mætti lengi telja. Ég fékk núna í vikunni að skoða mig um í einni af verksmiðjum þeim sem nátengd er fiskveiðunum ... Þetta er Hampiðjan í Stakkholti fjögur .. . og í verksmiðjunni sjálfri starfa 40 til 50 manns, auk þess sem eitt til tvö hundruð vinna að stað- aldri á vegum fyrirtækisins við neta- hnýtingu heima hjá sér. Þarna eru tvær vaktir, og það er unnið sextán tíma á sólarhring. Það er óskaplegur níður í aðalsalnum, þegar komið er inn í hann, enda eru þarna stórar véíar og afkastamiklar. ... Þarna er ungt fólk og gamalt fólk, og margt af starfsfólkinu er af „veikara kyninu“ svokallaða. Stúlk- urnar eru í vinnufötum og vinna hratt, og það var ekki laust við, að mér sýndist ein tvær þeirra hafa svarta bletti á nefinu ... En þær eru líka glaðlegar og laglegar flestar hverjar. Þær minna mann á konurn- ar hjá styrjaldarþjóðunum, er unnu í vopnaverksmiðjunum á óriðarár- unum . .. nema hvað vopnunum, sem þær íslenzku framleiða, er beint gegn þorskinum okkar blessuðum, sem svo fer til þjóðanna, sem eyddu kröftum sona sinna á vígvöllunum ... En Reykjavík hefur fleira upp á að bjóða en botnvörpunet og skó- fatnað og gosdrykki. — Hún selur skemmtanir — stærri og fleiri og margþættari skemmtanir en nokkur staður annar á landinu. Bíóauglýs- ingar fimm glæsilegra kvikmynda- húsa hrópa daglega til borgarbúa. Hundruð þekktra kvikmyndaleikara skemmta þeim árlega. Miljónatugum er varið til að gera þeim kvikmynd- irnar sem boðlegastar. Og á þessari stundu — klukkan um hálf tíu — sit- ur hátt á þriðja þúsund Reykvíkinga í bíóum borgarinnar. ... . - - Annars voru það aðallega veit- ingahúsin, sem mig langaði til að minnast á í sambandi við skemm't- anasölu höfuðborgarinnar. Sannleik- urinn er sá, að Reykjavík hefur upp á jafn miklar andstæður að bjóða í þeim efnum og hvér önnur meðál-- stór hafnarborg út um heim. Það er til dæmis Hótel Borg ... Ég veit það af eigin reynd, að hún þolir að ýmsu leyti fyllilega samanburð við hin fullkomnustu veitingahús er- lendis. Salirnir eru smekklegir og maturinn góður og verði hans mjög í hóf stillt. En reykvísku borgararnir hafa líka sjálfir lagt til þau .atriðin, sem stundum gei’a þetta stærsta veit- inga- og gistihús þjóðarinnar að stórfurðulegum stað í augum utanr bæjarmannsins og útlendingsins. Það er til dæmis þessi mikl.i f jöldi. pilta og stúlkna um og undir tvitugt. .. . . Og/fólkið, sem kemur þeysandi inn í veitingasalina í yfirhöfnum sínum, skýzt borð frá borði og hverfur svo á jafn dularfullán hátt og það kom. ... Og litlu stúlkurnar með tyggi- gúmmíið og á háu hælunum, sem biðja um coca cola og dansa svo og dansa og dansa ... Og svo þegar hléið kemur, hverfa þær eins og

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.